Sunday, February 28, 2010

Óskarinn!

Ég ætla að fara yfir helstu verðlaunin sem veittu eru á óskarnum og segja hvað ég mundi velja og síðan hvað ég held að muni vinna.

Besta mynd:

Tilnefndar eru:

Avatar

The Blind Side

District 9

An Education

The Hurt Locker

Inglorious Basterds

Precious: Based on the Novel ‘Push‘ by Sapphire

A Serious Man

Up

Up in the Air

Mitt val: Persónulega finnst mér einungis fjórar myndir koma til greina og það eru Inglorious Basterds, A Serious Man, The Hurt Locker og Avatar. Mér finnst allar myndirnar vera frábærar og ég held að þær eigi allar skilið að vinna Óskarinn. En ég ætla að velja Avatar því hún er í fyrsta lagi alveg frábær mynd og í öðru lagi þá er þetta algjör tímamótamót sem mun breyta miklu í kvikmyndaheiminum þegar fram líða stundir.

Óskars val: The Hurt Locker


Besti leikari í aðalhlutverki:

Tilnefndir eru:

Jeff Bridges í Crazy Heart

George Clooney í Up in the Air

Colin Firth í A Single Man

Morgan Freeman í Invictus

Jeremy Renner í The Hurt Locker

Mitt val: Ég verð að segja að þetta er frekar erfitt val á milli Morgan Freeman og Jeremy Renner. En ég ætla að velja Jeremy Renner því hann er gjörsamlega frábær í The Hurt Locker og hann gerði þá mynd að því sem hún er. Morgan Freeman var samt mjög góður í Invictus en samt ekki jafn afgerandi og Renner var.

Óskars val: George Clooney

Besti leikari í aukahlutverki:

Tilnefndir eru:

Matt Damon í Invictus

Woody Harrelson í The Messenger

Christopher Plummer í The Last Station

Stanley Tucci í The Lovely Bones

Cristoph Waltz í Inglorious Basterds

Mitt val: Ég held að Cristoph Waltz eigi þetta skuldlaust og ég vona innilega að hann vinni þetta. Ég verð samt að viðurkenna að á þessum lista þá hef ég aðeins séð tvær myndir og það eru Basterds og Invictus. En ég held að það sé mjög erfitt að toppa frammistöðu Cristoph Waltz að ég ætla að velja hann sem mitt val.

Óskars val: Cristoph Waltz


Besta leikkona í aðalhlutverki:

Tilnefndar eru:

Sandra Bullock í The Blind Side

Helen Mirren í The Last Station

Carey Mulligan í An Education

Gabourey Sidibe í Precious

Meryl Streep í Julie & Julia

Mitt val: Sandra Bullock. Ég ætla að velja hana því ég hef bara séð þrjár myndir þarna og það eru The Blind Side, An Education og Precious og mér finnst hún bara standa sig best af þeim þremur sem tilnefndar eru þarna.

Óskars val: Er ekki frekar týpískt fyrir Óskarinn að velja Meryl Streep eða Helen Mirren? Ég ætla að segja að Meryl Streep vinni.


Besta leikkona í aukahlutverki:

Tilnefndar eru:

Penélope Cruz í Nine

Vera Farmiga í Up in the Air

Maggie Gyllenhaal í Crazy Heart

Anna Kendrick í Up in the Air

Mo‘Nique í Precious

Mitt val: Í fyrsta lagi þoli ég ekki Maggie Gyllenhaal en Crazy Heart er eina myndin þarna sem ég hef ekki séð þannig ég ætla bara ekki að velja hana. Af hinum fjórum fannst mér Vera Farmiga standa sig best og þess vegna ætla ég að velja hana.

Óskars val: Penélope Cruz.


Besta teiknimyndin:

Tilnefndar eru:

Coraline

Fantastic Mr. Fox

The Princess and the Frog

The Secret of Kells

Up

Mitt val: Up

Óskars val: Up


Besti leikstjóri:

Tilnefndir eru:

James Cameron fyrir Avatar

Kathryn Bigelow fyrir The Hurt Locker

Quentin Tarantino fyrir Inglorius Basterds

Lee Daniels fyrir Precious

Jason Reitman fyrir Up in the Air

Mitt val: Ég verð að velja James Cameron fyrir Avatar þrátt fyrir að mér hafi fundist erfitt að velja á milli hans, Kathryn Bigelow og Tarantino. Mér finnst hann bara eiga þetta skilið fyrir að hafa búið til langflottustu kvikmynd sem sést hefur á hvíta tjaldinu.

Óskars val: Kathryn Bigelow.


Besta klipping:

Tilnefndar eru:

Avatar

District 9

The Hurt Locker

Inglorious Basterds

Precious

Mitt val: Avatar.

Óskars val: The Hurt Locker


Besta adapted handrit:

Tilnefndar eru:

District 9

An Education

In the Loop

Precious

Up in the Air

Mitt val: Þetta er annaðhvort District 9 eða Up in the Air. Ég ætla að velja Up in the Air.

Óskars val: Mér finnst einhvern veginn týpískt að Óskarinn velji í þessum flokki mestu vælumyndina og því ætla ég að segja að Precious vinni þetta.


Besta original handrit:

Tilnefndar eru:

The Hurt Locker

Inglourious Basterds

The Messenger

A Serious Man

Up

Mitt val: Í þessum flokki finnst mér mjög erfitt að velja, handritin í The Hurt Locker, A Serious Man og Up eru mjög góð. En ég verð eiginlega að velja Inglourious Basterds af því ég elska Tarantino og líka af því handritið er, eins og reyndar allar Tarantino myndir, með góð samtöl og frumlega hugmynd.

Óskars val: The Hurt Locker.

1 comment: