Leikstjórn: Kathryn Bigelow
Söguþráður: Myndin fjallar um hóp manna sem hafa það verkefni að aftengja sprengjur í stríði. Nú kemur nýr yfirmaður á svæðið sem heitir James og hann er ekki beint í uppáhaldi hjá Sanborn og Eldridge. Ástæðan fyrir því að Sanborn og Eldridge þola hann ekki er útaf því að James svífst einskis þegar hann aftengir sprengjurnar og kemur þeim öllum þremur nokkrum sinnum í mjög hættulega stöðu. James lítur út fyrir að vera drullusama um lífið sitt og í rauninni hjá öllum öðrum í kringum sig. Þetta fer sérstaklega í taugarnar á þeim útaf því það er aðeins mánuður eftir hjá þeim í Írak og svo fá þeir að fara þeim. Sanborn og Eldridge vilja ofar öllu komast lífs af þessa örfáu daga sem eftir eru en James ætlar að gera þeim erfitt fyrir og hugsa þeir meira segja nokkrum sinnum í að enda allt kjaftæðið í kringum hann, það er að segja með því að drepa hann, en þeir guggna samt á því. Við fylgjumst með þessum hóp vinna við starf sitt alla myndina og hversu hættuleg þessi vinna er.
Tónlist: Tónlistin er samin af Marco Beltrami og Buck Sanders. Tónlistin er mjög taugastrekkjandi þegar það á við sem er þó nokkuð oft í myndinni og hún er eiginlega bara frábær.
Heildarmynd: Myndin snýst um hversu erfitt herstarfið er í Írak og boðskapurinn er, eins og stóð í upphafi, „The rush of battle is often a potent and lethal addiction, for war is a drug“. Myndatakan er til mikillar fyrirmyndar, handritið er frábært og leikararnir eru flottir. Þetta er mynd sem á eftir að berjast mikið um sigurinn í bestu mynd.
Einkunnagjöf: 9,1 af 10
Nafn myndar: Inglorious Basterds
Leikstjórn: Quentin Tarantino
Söguþráður: Myndin hefst á því að unga stelpan Shosanna Dreyfus sér fjölskyldu sína myrta af Hans Landa, hún kemst hins vegar undan. Myndin fjallar síðan um hóp manna frá Bandaríkjunum sem fara til Frakklands og hafa þeir aðeins eitt verkefni að drepa alla nasistana. Fyrir þessum hópi fer Lt. Aldo Raine og kallast hópurinn sig Basterds. Þeir fara til Frakklands og reyna að drepa alla nasista sem þeir sjá og þegar þeir hafa gert það þá skera þeir höfuðleðrið af þeim. Við fylgjumst síðan með þessum tveimur söguþráðum, það er að segja sögu Shosanna og sögu Bastarðana. Shosanna vinnur núna í kvikmyndahúsi ásamt einum svertingja. Einn daginn þegar hún er að ganga frá öllu þá hittir hún Frederick Zoller sem er ein stærsta hetja Þjóðverja og hann hefur mikinn áhuga á henni en hún vill ekkert gefa til baka útaf því að það voru nasistar sem höfðu drepið fjölskyldu hennar. En síðan gefst henni tækifæri á að hefna sín á nasistunum þegar þeir bjóða henni að halda bíósýningu í kvikmyndahúsinu sínu og þar mundu allir helstu forystumenn Þjóðverja mæta og þar á meðal Hans Landa. Bastarðarnir halda síðan áfram sínu göfuga verkefni og komast brátt á snoðir um þessa bíósýningu nasistanna og gefa því ákveðna athygli útaf því þarna er hlaðborð af nasistum fyrir þá að drepa. Stóra uppgjörið er í nánd og við fylgjumst með því hvernig það þróast.
Tónlist: Ég finn ekki hver samdi tónlistina í þessari mynd en eins og venjulega í Tarantino myndum þá velur hann hana líklega bara sjálfur. Eins og í flestum Tarantino myndum þá er tónlistin algjör snilld.
Heildarmynd: Tarantino kann alveg sitt fag, myndin er frábær í alla staði. Handritið er algjör snilld, leikararnir eru mjög góðir og bara heildarmyndin á þessu meistaraverki er bara frábært. Hún á algjörlega skilið að fá Óskarinn og mun hún berjast um að fá hann, það er engin spurning um það að mínu mati. En akademían mun samt eiga í miklum erfiðleikum með að gefa henni óskarinn því hún er ekki beint þessi týpíska „óskarsmynd“.
Einkunnagjöf: 9,3 af 10
Basterds átti hiklaust óskarinn skilinn. Hurt Locker er vissulega góð, en ekki nærri því jafn flott og jafn mikið bíó og Basterds. Mér fannst reyndar Pitt ekkert eiga neinn stórleik í myndinni, þótt hann hafi hugsanlega átt móment myndarinnar ("Arrivederci!").
ReplyDelete8 stig.