Thursday, December 3, 2009

Stuttmynd og Óskarinn!

Mér datt í hug að koma með nokkra skemmtilega hluti sem ég hef rekist á undanfarið, þar sem það er ógeðslega langt síðan ég bloggaði síðast.

Ég rakst á stuttmyndina Ataque de Pánico! eftir Fede Alvarez sem er að mínu mati transepísk stuttmynd og kostaði hún einungis 300 dollara í framleiðslu þrátt fyrir að hún hafi tekið nánast sex mánuði í gerð. Alvarez hefur gert mikið af auglýsingum í heimalandi sínu, Argentínu, en kemur nú með þessa mögnuðu stuttmynd og er orðinn eftirsóknasti leikstjórinn í Hollywood, þ.e.a.s. nýi leikstjórinn. Í myndinni sjáum við vélmenni ráðast inn í borg og gjöreyðileggja hana. Þessi stuttmynd var ábyggilega ekki jafn epísk í huga mínum nema fyrir það að hún kostaði einungis 300 dollara, ef hún hefði kostað eina milljón dollara hefði hún örugglega ekki verið svona flott. Þessi mynd sýnir að það þarf ekki allt að vera dýrt til að það sé flott.
Hérna er svo stuttmyndin umtalaða:



Annað sem ég rakst á um daginn er að Óskarinn í ár mun innihalda 10 myndir sem verða tilnefndar sem besta mynd ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár, þar sem það hafa einungis verið 5 myndir tilnefndar. Þetta á að skapa meiri spennu og eftirvæntingu enda er oftast frekar augljóst hvaða mynd muni sigra í þessum flokki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem 10 myndir hafa verið tilnefndar sem besta myndin, síðasta árið áður en þessu var breytt var árið 1944 og þá vann Casablanca sem besta myndin. Þegar þetta fyrirkomulag var á hátíðinni var líka stundum tekið fram hvaða mynd var í 2. sæti og í 3. sæti. Mér finnst þetta vera mjög skemmtileg tilbreyting, nú eiga myndir eins og District 9, Up, mögulega Avatar ef hún verður jafn epísk og trailerinn gefur til kynna (þótt hann sýni alltof mikið hvað muni gerast í myndinni), Inglorious Basterds, Star Trek og miklu fleiri myndir sem verða frumsýndar í desember og janúar möguleika á að fá tilnefningu. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að á síðasta ári þá var áhorfið ekki jafn mikið og búist var við og þess ákvað akademían að gera þessa breytingu.

Hérna fyrir neðan má sjá samansafn af góðum Amerískum myndum í gegnum tíðina: