Saturday, February 27, 2010

An Education og District 9

Nafn myndar: An Education

Leikstjórn: Lone Scherfig

Söguþráður: Myndin fjallar um ungu stelpuna Jenny og hennar líf í Lonon í kringum 1960. Foreldrar hennar, þá sérstaklega faðir hennar, vilja endilega að hún fari beint í Oxford, henni langar það að einhverju leyti en bara til að geta farið til Parísar og lifað drauminn. Hún hittir síðan mann sem er tvöfalt eldri en hún og hún verður ástfangin af honum. Jenny fer nú að hætta að læra og eyða nánast öllum sínum frítíma með þessum manni. Einkunnir hennar fara að lækka en samt lítur hún út fyrir að vera mjög ánægð. Hún fer á fína veitingastaði og borðar góðan mat, fer á veðhlaup og vera á óperur. Sagan heldur svo áfram eins og barátta á milli þess hvort hún eigi að vera með honum og hætta í námi eða reyna að gera bæði, sem gengur vægast sagt ekki vel.

Tónlist: Tónlistina samdi Paul Englishby. Tónlistin er mjög framandi og upplífgandi í myndinni og passar það vel við myndina. Hún er í frekar frönskum stíl enda hefur Jenny mjög mikinn áhuga á franskri menningu og kann að tala frönsku reiprennandi.

Leikarar: Helstu leikarar eru Carey Mulligan sem leikur Jenny, Olivia Williams sem leikur Miss Stubbs sem er kennarinn hennar, Alfred Molina sem leikur faðir hennar og Peter Sarsgaard sem leikur Davið eða kærasta Jenny. Persónulega fannst mér Carey Mulligan og Peter Sarsgaard leika afgerandi best í myndinni.

Heildarmynd: Við fylgjumst með ungri og spennandi stelpu sem hittir eldri mann sem er eiginlega meira spennandi heldur en hún. Hann getur logið sig út úr nánast hvaða vandræðum sem hann kemur sér í, getur platað alla og komið þeim á sitt band og ofar öllu hann skemmtir sér mjög mikið á meðan. Skemmtileg mynd en ekkert æðisleg, hún á nánast enga möguleika á að vinna sem besta myndin.

Einkunnagjöf: 7,8 af 10


Nafn myndar: District 9

Leikstjórn: Neill Blomkamp

Söguþráður: Myndin fjallar um mann að nafni Wikus van der Merwe sem er leikinn af Sharlto Copley. Myndin gerist árið 2010 þegar geimverusvæðið District 9 á að vera flutt á annað svæði sem nefnist District 10. Wikus vinnur hjá MNU eða Multi-National United, Wikus fær það skemmtilega verkefni að færa allar geimverurnar ásamt fullt af öðru starfsfólki. Í upphafi myndarinnar þá er hún tekin upp í svona heimildarmyndarstíl þar sem við fylgjumst með Wikus í vinnunni og hvernig hann hefur samskipti við geimverurnar. Myndin tekur síðan ákveðna stefnu þegar hann smitast af einhverju geimverudóti í einu geimveruhúsinu. Við þetta veikist hann mjög mikið og byrjar að umbreytast yfir í eina geimveruna. Við fylgjumst svo með því þegar fyrirtækið reynir að finna Wikus og taka hann í ýmsar rannsóknir og fyrir þeim er Wikus ein mikilvægasta persónan á jarðríki á meðan hann vill verða aftur eins og hann var og komast í faðm konu sinnar.

Tónlist: Tónlistin er samin af Clinton Shorter. Tónlistin er bara fín, hef ekkert beint að setja út á en hún er í rauninni í aukahlutverki í myndinni.

Leikarar: Sharlto Copley stóð sig bara mjög vel að mínu mati. Í byrjun þá er hann þessi kjánalegi og vandræðalegi gaur sem vinnur hjá stórfyrirtæki. En síðan þegar hann þarf að lifa af og búa með geimverunum þá hefur hann breyst í harðan og í rauninni geðveikan mann sem gerir allt til að komast af og til að breyta sér aftur í eðlilega manneskju.

Heildarmynd: District 9 er bara fínasta skemmtun. Hún á samt varla séns í að vinna Óskarinn í þessum hóp. Ég fílaði hins vegar mjög mikið að blanda saman heimildamyndarstíl og venjulegs stíls, það kemur vel út að mínu mati og er þar að auki mjög frumlegt að gera það. Þetta er áhugaverð saga og er einhvern veginn öðruvísi geimverumynd en maður hefur séð. Ég mæli eindregið með þessari mynd og ég held að fáum eigi eftir að leiðast yfir henni því það er einhvern alltaf eitthvað að gerast.

Einkunnagjöf: 8,4 af 10

P.S. Einkunnagjöfin hjá mér er kannski svolítið há fyrir margar myndir sem koma hérna inn, en ég er eiginlega meira að hugsa um Óskarsmyndirnar sem sérpakki og þær mundu ekki beint passa í aðrar einkunnagjafir hjá mér.

1 comment:

  1. Fín færsla. 8 stig.

    Ég er nokkuð sammála þér með District 9, en ég myndi gefa An Education betri einkunn. Mér fannst Carey Mulligan og myndin sjálf bara svo krúttleg.

    ReplyDelete