Monday, October 26, 2009

Jóhannes

Jóhannes

Jóhannes er mynd eftir leikstjórann Þorstein Gunnar. Myndin fjallar um Jóhannes, augljóslega, sem leikinn er af engum öðrum en Ladda. Laddi keyrir tengdamóður sína út á flugvöll og á leið sinni til baka þá sér hún að það er bíll stopp út í vegarkanti, Jói stoppar og reynir að hjálpa ungu dömunni sem á bílinn, sem leikin er af Unni Birnu, en komst fljótt að því að bíllinn er bensínlaus. Nú er okkar maður pissvotur, eins og var komið svo skemmtilega að orði í myndinni, og ákveður hann nú samt að skutla fegurðardrottningunni heim. Þar bíður hún honum inn til sín og gerir handa honum te og lætur renna í bað, lætur fötin í þurrkara og gefur honum koníak. Jóhannes er rosalega slakur í freyðibaðinu með sitt koníaksglas en þegar allt í einu þá rís honum hold, og hver kemur þá enginn annar en Hnotubrjóturinn, kærasti Unnar. Nú eru góð ráð dýr og hendur Unnur honum út með handklæði um sig miðjan og typpið út í loftið. Nágranni Unnar hringir á lögregluna og kvartar yfir perraskap Jóhannesar. Jóhannes nær að komast burt úr þessum harmleik og alla leið heim til sín. Þaðan fer hann út á flugvöll vegna dólgslæta í gömlu kvendunum og skutlar þeim heim.

Nú liggur leið Jóhannesar í skólann, þar sem hann er myndmenntakennari. Þar lendir hann í áflogum við lítinn strák sem sakar síðan Jóhannes um perraskap við stelpurnar í bekknum. Nú lítur Jóhannes út sem mesti nauðgari okkar samtíma en hvað um það, Hnotubrjóturinn er mættur aftur og reiðari en áður, hann heldur að Jóhannes hafi verið að dúlla sér með sinni heittelskuðu. Brjóturinn finnur Jóa og byrjar nú svaka eltingarleikur, endar hann á slag á milli þeirra þar sem Brjóturinn skallar Jóa með mótorhjólahjálminum sínum og Jói sparkar á móti í typpið á honum og komst undan. Hvað næst spyr maður spyr? Jú, jú, perrinn okkar brýst inn í íbúð þar sem fólk er að ríða og perrast aðeins meira. Löggan mætir á svæðið galvösk og er til alls líkleg. Nú stingur Jóhannes af upp í bústað með rútu frá BSÍ, líklega til að perrast aðeins meira. Hann missir síðan af rútunni í Hvalfirðinum og nær að húkka sér far hjá Stefáni Karli og Porche-inum hans. Stefán Karl leikur dópsala í myndinni og gerir hann það bara fokking vel. Upp í bústað hjá Jóhannes kemur síðan Hnetubrjóturinn og upp hefjast mikið bardagaatriði. Löggan mætir á svæðið, allt að gerast.

Þessi mynd er ekki beint besta mynd sem ég hef séð en það voru nokkrir hlutir sem mér fannst mjög fyndnir. Tökum sem dæmi þegar Stefán Karl og Laddi voru skakkir upp í bústaðnum, mér fannst það frábært. Síðan þegar Laddi var nýkomin út úr húsinu þar sem fólk var að ríða og löggan var þar fyrir utan að tala við Brjótinn, þetta var rosalega skrýtið samtal eins og löggan sagði til dæmis: „Var hann í fötum?“ Fólkið: „Já“, Löggan: „Það er nú frekar skrýtið“ , þetta var frekar dull dæmi, samt fyndið, er ekki viss hvort þetta hafi verið vísvitandi.

Ég get ekki sagt að hugmyndaflugið hafi farið á flug þegar ég var að horfa á þessa mynd. Það var sýnt hvert einasta smáatriði sem mögulega var hægt að sýna, ef við vorum stödd á spítala, þá var sýnt utan á spítalann, ef við vorum á lögreglustöðinni, þá var sýnt utan á stöðina og ef við erum að fara í Hvalfjörð þá var rútan sýnd keyra allan Hvalfjörðinn. Þetta er mjög skrýtið, ég held að ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt áður. Leikararnir voru ekkert frábærir, en það var kannski ekki alveg þeim að kenna, línurnar í handritinu voru ekki alveg það allra besta. Stefán Karl var hinsvegar alveg frábær, hann var afgerandi langbestur. Unnur Birna var alveg mjög slöpp en hún fékk hinsvegar alveg afgerandi langverstu línurnar í myndinni. Hún má samt eiga það að hún er sæt. En annars svosem allt í lagi afþreying þessi mynd, en langt því frá að vera með bestu íslensku myndunum. Ég vil allavega segja það fyrir mitt leyti að ég vil fá að hugsa eitthvað smá þegar ég horfi á kvikmynd, en ég fékk svo sannarlega ekki að gera neitt þvíumlíkt á þessari mynd.


Stjörnugjöf: tvær og hálf stjarna af fimm mögulegum

Strangers on a Train

Strangers on a Train

Strangers on a Train er mynd eftir meistara Alfred Hitchcock og kom hún út árið 1951. Myndin fjallar um tennisleikarann Guy Haines sem leikinn er af Farley Granger og geðsjúklinginn Bruno sem leikinn er af Robert Walker. Guy og Bruno hittast í lest og rekst Guy óvart utan í Bruno. Bruno tekur þá eftir því að fyrir framan hann er Guy Haines, einn frægasti tennisleikari heims. Bruno vill ólmur tala við þessa goðsögn og verður meira uppáþrengjandi eftir því sem á líður. Bruno fer að spurja hann frekar nærgöngulla spurninga eins og um skilnaðinn sem Guy er að lenda í og finnst Guy það frekar óþægilegt. Guy segir honum hinsvegar að hann þoli gjörsamlega ekki fyrrverandi konu sína. Þegar lestin er nánast komin að endastöðinni þá er Bruno að segja honum frá því hvað hann hatar gjörsamlega föður sinn og að hann þrái varla neitt heitar en að föður hans yrði drepin. Nú fer Guy ekki að lítast á blikuna og reynir að koma sér út úr lestinni en áður en hann nær því þá fer Bruno að segja honum frá hinu fullkomna morði sem hann hefur greinilega hugsað vel og lengi um. Fullkomna morðið er þannig að þeir skiptast á fórnarlömbum, til dæmis í þessu tilviki mundi Bruno drepa eiginkonu Guy sem hann er að reyna að skilja við og að Guy mundi drepa föður Bruno, nú drífir Guy sig út úr lestinni en gleymir óvart kveikjaranum sínum hjá Bruno.

Guy fer og reynir að komast að samkomulagi við konuna sem hann er að reyna að skilja við en það gengur mjög illa og endar það á því að hann hringir í núverandi kærustu sína og lýsir því yfir að hann vilji drepa þessa konu. Bruno fer núna í gang án samþykkis frá Guy eða neitt og drepur konuna í tívolíi. Bruno fer og heimsækir Guy og segir honum hvernig hann ætti að drepa föður sinn, nú brjálast Guy og fer að rífast við Bruno sem segir að þeir hafi gert samkomulagi. Guy hefur engan áhuga á því að drepa föður Bruno og honum dettur ekki í hug hvað hann á að gera í þessu. Hann hugsar um að fara til lögreglunnar og segja frá öllu en þá mundi það koma þannig út að Guy hafi sagt honum að drepa konuna sína. Nú fer sagan að flækjast því Bruno fer að verða ennþá meira nærgöngull við Guy um að hann drepi pabba sinn og hótar að klína morðinu á Guy. Guy hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera, sérstaklega í ljósi þess að það er alltaf leynilögregla fyrir utan íbúðina hans að passa upp á að Guy fari sér ekki að voða „aftur“. Nú byrjar rosalegur rússibani í myndinni, barátta Guy við Bruno og úr verður rosaleg spenna sem er varla hægt að lýsa, þið verðið bara að sjá þessa mynd.

Hitchcock stendur sig eins og alltaf mjög vel bæði sem leikstjórinn og cameo sem hann leikur alltaf, í þessari mynd leikur hann mann sem labbar með held ég kontrabassa upp í lestina þegar þeir fara úr henni í byrjun myndarinnar. Myndin er byggð á skáldsögu Patricia Highsmith og er mjög skemmtilegur söguþráður í henni og nær að halda manni allan tímann við skjáinn, útaf því maður langar alltaf að sjá hvað gerist næst. Þetta er rosalega flott mynd og standa leikararnir, og þá sérstaklega Robert Walker sem Bruno, sig ágætlega í sínum hlutverkum. Þetta er áhugaverð mynd og nær ákveðinni spennu sem maður er að leitast eftir í svona myndum. Mér finnst alltaf jafnfyndið að hugsa til baka í myndum og hugsa afhverju allt gerist, í þessari mynd gerist allt út af því að Guy Haines rekst utan í Bruno í lestinni og það hrindir sögunni af stað.

Þetta er samt eitt af fáum skiptum sem ég segi þetta en þetta er mynd sem ég væri til í að sjá endurgerða, ég veit að fólk hefur reynt að gera endurgerðir af öðrum meistaraverkum Hitchcocks en það hefur oftast tekist mjög illa. En ég persónulega held að það væri hægt að gera þessa mynd betur, það þyrfti að fá góða leikara, góðan leikstjóra og góða handritshöfunda og þá er hægt að gera þetta meistarastykki að ennþá meira meistarastykki. Þetta eru kannski draumórar hjá mér því jú sjarminn í þessari mynd er rosalega mikið tengdur hversu gömul hún er.


Stjörnugjöf: þrjár og hálf stjarna af fimm mögulegum

In Bruges

In Bruges

In Bruges er leikstýrð af Martin McDonagh og kom hún út árið 2008. Myndin fjallar um tvo menn sem ferðast til bæjarins Bruges sem er í Belgíu. Mennirnir Ray (Colin Farrell) og Ken (Brendan Gleeson) finnst mismunandi gaman í Bruges. Ken vill til dæmis bara fara og skoða gamlar byggingar og fara í skoðunarferðir í bænum á meðan Ken vill bara alls ekki fara í neinar skoðunarferðir og bíður helst fyrir utan allar byggingarnar á meðan Ken er inni í þeim. Þeir eru samt ekki beint í ferðalagi þarna, þeir fóru þangað til að vera í felum og þeir eiga bíða símtals frá manni sem heitir Harry. Við komumst brátt að því að ástæðan fyrir því að þeir eru í felum er útaf því að Ray, sem er leigumorðingi, drap prest fyrir pening en þegar hann var að gera það skaut hann óvart lítinn strák. Þetta tekur mikið á sálarlíf Rays og eru oft dramatískar senur af honum þegar hann rifjar upp atburðinn. Ekki að þetta bæti ástand bæjarins fyrir honum en loksins fer honum eitthvað að lítast á blikuna þegar þeir félagarnir fara út í göngutúr að næturlagi. Þar sér Ray að það er verið að taka upp kvikmynd sem inniheldur dverg. Honum finnst dvergar vera mjög skemmtilegar lífverur en hann hefur áhyggjur af dverginum útaf því að það er svo hátt sjálfsmorðshlutfall hjá dvergum útaf því þeim er svo mikið strítt fyrir að vera litlir. Á tökustað á þessari kvikmynd hittir hann fallega konu sem heitir Natalie (Elisabeth Berrington). Þau fara á stefnumót og verða brátt ástfanginn að hvort öðru.

Loksins kemur langþráða símtalið frá Harry. Ken ræðir við Harry í símann og þeir fá loksins eitthvað verkefni í Bruges. Þeir eru ekki bara að drepa tímann og fela sig þarna. Nú kemur plottið í myndinni sem ég ætla ekki að segja frá en mér finnst það magnað og mjög vel gert hvernig allir söguþræðirnar sem myndin hefur byggt á tvinnast saman í einn söguþráð. Þetta er svona smá Pulp Fiction fílingur fyrir utan það að þetta er ekki jafnflókið eða epískt eins og þar, samt mjög flott.

Colin Farrell á afbragsleik í þessari mynd sem breskur leigumorðingi. Ef einhver hefði sagt við mig að Farrell ætti að leika írskan leigumorðingja áður en ég sá myndina þá hefði ég búist við allt allt öðru, ég hefði séð hann fyrir mér sem últra harðan gaur sem gengur út um allt og drepur fólk og finnst það gaman. En það er svo sannarlega ekki raunin með þessa mynd, því hann er eiginlega hálfgerð kerling, það útskýrist kannski að hluta til hvað gerðist með litla strákinn sem hann drap. En já hann er með skemmtilegan írskan hreim og það er ekki leiðinlegt að hlusta á það. Brendan Gleeson er líka fantagóður í þessari mynd, hann er frekar fágaður og fróður um sögu heimsins og hann vill alltaf læra meira um það. Hann er líkt og Farrell írskur leigumorðingi en hann hefur samt tilfinningar sem er frekar ólíkt að mínu mati staðalímyndinni sem leigumorðingjar hafa á sér, þeir eiga venjulega að vera mjög harðir og láta ekkert á sig fá, þeir eiga bara að drepa og helst ekki að sýna nein svipbrigði.

Mér finnst Martin McDonagh standa sig mjög vel í leikstjórastólnum og nær því besta fram í hverjum einasta leikara. En Martin leikstýrði ekki bara þessari mynd, hann skrifaði handritið líka, handritið er frábært. Myndin byrjar í smá klessu í byrjun og síðan er allt komið á hreint og skýrt undir lokin og það er það sem gerir þessa mynd svo góða, söguþráðurinn er frábær. Öll umgjörðin í þessari mynd er tipp topp, Bruges er mjög flottur bær og margar byggingar í gotneskum stíl sem er mjög flottur. Byggingarnar eru gamlar og hafa ákveðin sjarma yfir sér sem skilar sér að einhverju leyti til áhorfendans, hann gerir það ekki að öllu leyti þar sem ég held að maður sjái sjarmann í sínum flottasta með því að vera þarna. Tónlistin er frábær í þessari mynd, dramatísk og smá þung tónlist einkennir svolítið myndina í gegn og finnst mér það mjög áhrifamikið og gera mikið fyrir myndina.

Frekar fyndið atriði úr myndinni!

Stjörnugjöf: fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum

Sunday, October 18, 2009

The Matrix - Handrit

The Matrix
Ég ákvað að lesa handritið af Matrix og horfa síðan á myndina á sama tíma. Ég veit að við vorum beðin um að lesa handrit að mynd sem við hefðum helst ekki verið búin að sjá en það er mjög langt síðan ég sá Matrix og fannst mér áhugavert að skrifa um hana. Ég ætla að byrja svoldið að fjalla um myndina og síðan ætla ég að tala um handritið eftir það.

Matrix er skrifuð og leikstýrð af Wachowski bræðrum og kom hún út árið 1999. Myndin fjallar um Mr. Anderson eða Neo eins og hann kallar sjálfan sig. Neo er hakkarnafnið hans og til þess gert að það sé erfiðara að komast að því hver hann er fyrir lögguna. Mr. Anderson hinsvegar vinnur í hugbúnaðarfyrirtæki. Einn daginn þá brýst Trinity inn í tölvuna hans og segir Neo að hitta sig með því að elta "hvítu kanínuna". Hann hittir hana og Trinity segir honum að Morpheus sé að leita að honum. Daginn eftir þegar Anderson er í vinnunni þá koma Agents á vinnustaðinn hans og handtaka Neo, þeir sleppa honum hinsvegar og nær Morpheus að ná til hans og sýnir Morpheus Neo "Matrix". Neo er fullur efasemda og trúir varla orði af því sem Morpheus segir, útaf þvi að þessu draumaheimur sem Matrix er, er frekar ótrúlegur. Morpheus reynir að telja Neo trú um það að hann sé "The One", það gengur ágætlega en Neo trúir því samt ekki strax. Áfram heldur sagan þar sem Neo er kennt það sem hann þarf að kunna og vita um Matrix heiminn og Agentarnir Smith, Brown og Jones reyna að ná þeim, sérstaklega Morpheus útaf því hann veit hver hnit Zions eru, sem er síðasta borg mannkynsins. Loksins ná Agentarnir Morpheus eftir að Cypher segir þeim hvar hann muni vera á ákveðnum tíma. Síðan heldur sagan áfram hvernig Neo og Trinity reyna að bjarga Morpheus og hvort að Neo sé í raun "The One". Ég ætla að segja þetta gott um söguþráð myndarinnar.

Handritið sem ég las má finna hér. Myndin sjálf er mjög lík handritinu sjálfu fyrir utan nokkur atriði, eins og til dæmis þá segir Cypher eitt kvöldið við Neo að Morpheus hafði talið sig allavega fimm sinnum áður vera búinn að finna þann eina og alltaf náð að telja þeim trú um að þeir væru þeir einu sönnu, þeir dóu samt allir fyrir hendi Agentana. Þetta samtal þeirra fyllti Neo ennþá meira af efasemdum og vildi hann eiginlega ekki fara til Spákonunnar útaf því að hann trúði þessu ekki fyrir og þá mundi enginn ná að telja honum trú um þetta, hver sem það nú væri útaf því þetta væri of ótrúlegt til að vera satt.


Það voru nokkrir hlutir sem ég komst að við að lesa þetta handrit.
Í fyrsta lagi, þá var ekki jafnmikið um sjónrænar lýsingar eins og ég bjóst við í handriti. Jújú það voru alveg skrifað niður hvernig viðbrögð fólk ætti að vera með í ákveðnum senum en það var rosalega lítið um lýsingar á hlutum, eins og til dæmis hvernig skipið sem þau voru á liti út, það eina sem var sagt um það var að það væri á stærð við kafbát. Það var heldur ekkert sagt um hvernig handritshöfundar sæju fyrir sér ákveðna karaktera, hvort það væri hávaxið, lágvaxið, feitt, mjótt og svo framvegis. Ekki var tekið fram mikið um hvernig vélmennin ættu að líta út þannig maður gat ekki beint ímyndað sér það þegar maður las handritið. Ég veit ekki hvort að þetta handrit sé bara þannig útaf því að leikstjórarnir eru þeir sömu og gerðu handritið eða ekki, það væri gaman ef þú gætir sagt mér það Siggi? Það voru heldur ekki miklar lýsingar á því hvernig allt liti út, eins og maður sér í bókum þar sem nánast hvert einasta smáatriði er tekið fram, ég held líka að það sé svoldið gert til þess að leikstjórinn hafi frelsi til þess að ákveða hvernig herbergin líta út og þess og háttar.

Í öðru lagi, þá er nánast ekki sagt neitt um hvernig tónlist eða hljóð eigi að vera undir í hverju atriði. Þetta er kannski ekki hlutur sem ég vissi ekki, en þetta allavega staðfesti grun minn um það. Það væri líka frekar asnalegt ef handritshöfundur mundi bara ákveða allt sem ætti að gerast í myndinni og leyfa engum öðrum sem vinna að myndina til að fá frelsi til að láta sitt svið skína, eins og þeir sem búa til tónlistina í myndinni og þeir sem leikstýra (þótt það hafi örugglega rosalega mikið verið þeir bræðurnir, ég er bara að tala um almennt).


Í þriðja lagi, þá voru lýsingarnar á bardögunum í myndinni mjög litlar, fyrir utan þegar Morpheus er að slást við Neo í upphafi myndarinnar, en þegar Neo er að berjast við Agent Smith eða þegar Morpheus er að berjast við Smith þá er lýsingarnar mjög stuttar miðað við lengd atriðanna í sjálfri myndinni. Eins og til dæmis lýsingin á því þegar Neo og Trinity fara í herbygginguna sem Morpheus er í gíslingu, þá er varla lýst því hvernig Neo og Trinity skjóta sér leið frá hermönnunum á neðstu hæðinni. Það var líka hvergi skrifað í handritinu um að einhver sena ætti að vera sýna í ultra-slowmotion sem mörg atriði í Matrix eru. Enn og aftur þá er þetta líklega gert til þess að hamla ekki leikstjórann við sitt verk.

Í fjórða lagi, þá komst ég að því að handritið er rosalega mikið gert til þess að halda sögunni gangandi, svona eitthvað sem leikstjórinn getur gengið eftir, til þess að hann þurfi ekki að semja samtölin á staðnum. Samtölin í þessu handriti er mjög vel skrifuð og passar einhvern allt það sem allir segja við karakterinn hjá öllum. Wachowski bræður ættu greinilega miklum tíma í það að skrifa þetta handritið, því þeir pæla nánast í hverjum einasta hlut sem þeir skrifa í handritið, mér finnst allavega varla vera ofaukið orð í því, bara hnitmiðað og vel skrifað.

Í fimmta lagi, þá er persónusköpunin í þessu handriti alveg frábær. Byrjum til dæmis á Neo, honum finnst hann ekki passa í heiminn sem hann býr í því og þess vegna hefur hann leit sína á Matrix-heiminum, hann er ekkert svakalega málglaður maður en það sem hann segir meikar oft sense og er hann trúr því sem hann trúir á, hann lætur ekki mælska menn á borð við Morpheus skipta um skoðun sína á ýmsum hlutum, þótt hann í rauninni fær dýpri skilning á heiminum. Síðan er náttúrulega Morpheus, maður sem er nánast alvitri og hann segir aldrei neitt sem er ekki fáranlega flókið og djúpt fyrir aðrar persónur að skilja, hann ýtir fólki í að trúa það sem hann trúir á og það leiðir til dæmis til þess að Cypher fær nóg og ákveður að gefast upp á honum og gefa hann í hendurnar á Agentunum. Trinity er líka frekar góð persóna, hún er ekki þessi týpíski kvenmaður sem leitar að ástinni, þetta er hörkukvendi sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún elskar Neo og verður alveg semi væmin, en ekkert á við margt sem maður hefur séð, ég fíla þessa hörkukonu. Persónulega finnst mér besti karakterinn vera samt Agent Smith, þetta er í rauninni tölvuprógram en því sem líður á myndina kemst maður að því að hann er með mannlega eiginleika, hann verður reiður og pirraður. Smith er leikinn af Hugo Weaving og nær hann að leika þetta af stakri snilld. Hann talar með leiðinlegri rödd, labbar eins og vélmenni og gerir í rauninni allt sem vélmenni á að gera, hann sýnir ekki svipbrigði (fyrr en í lok myndarinnar) og er bara frábær. Öll þessi einkenni karakterana koma fram í handritinu, samt ekkert nákvæmlega, það er ekki tekinn neinn tími í handritinu til að útskýra hvern og einn karakter en það er skotið svona inn á milli, ýmsum eiginleikum karakterana.


Það var mjög fróðlegt að lesa handrit loks til enda, ég hafði alveg prófað að glugga aðeins í einhver handrit áður en aldrei einhvern veginn fengið mig til að klára heilt handrit alveg i gegn, það skemmdi líka ekki fyrir að þetta er mjög skemmtileg mynd. Ég komst að mörgu við að lesa þetta handrit, fyrir utan það sem ég er búinn að nefna áður þá komst ég að því að það tekur greinilega mjög langan tíma að koma góðri sögu alveg tilbúnri á blað, eða ég giska allavega á að þetta er ekki handrit sem þeir byrjuðu bara að skrifa og hættu síðan bara í lokin og gerðu síðan myndina. Þetta handrit hefur tekið langan tíma, þar sem bræðurnir hafa sest niður, byrjað að skrifa hugmynd, búið til karakterana, gert söguþráð, fundið nokkra svona hápunkta til að gera climax í myndinni, byrjað síðan að henda þessu saman og búið til samtöl og síðan örugglega þurft að endurskrifa handritið aftur og aftur og aftur þangað til þeir komust niður á þetta handrit.

Allt við þessa mynd er frábært að mínu mati, söguþráðurinn, tónlistin, leikurinn, leikstjórnin, myndatakan, handritið, bara allt er algjör snilld.

Ég ætla að enda þetta blog á því að enda inn smá hluta af handritinu þegar Neo og Trinity fara og brjótast inn í herbygginguna og láta síðan atriðið fylgja með á eftir því.

150 INT. GOVERNMENT BUILDING - DAY
In long black coats, Trinity and Neo push through the
revolving doors.
Neo is carrying a duffel bag. Trinity has a large metal
suitcase. They cut across the lobby to the security
station, drawing nervous glances.
Dark glasses, game faces.
Neo calmly passes through the METAL DETECTOR which begins
to WAIL immediately. A SECURITY GUARD moves over toward
Neo, raising his metal detection wand.
(CONTINUED)
THE MATRIX - Rev. 3/9/98 101.
150 CONTINUED: 150
GUARD
Would you please remove any
metallic items you are carrying:
keys, loose change --
Neo slowly sets down his duffel bag and throws open his
coat, revealing an arsenal of guns, knives and grenades
slung from a climbing harness.
GUARD
Holy shit --
Neo is a blur of motion. In a split second, three guards
are dead before they hit the ground.
A fourth guard dives for cover, clutching his radio.
GUARD #4
Backup! Send in the backup!
He looks up as Trinity sets off the metal detector. It is
the last thing he sees.
The backup arrives. A wave of soldiers blocking the
elevators. The concrete cavern of the lobby becomes a
white noise ROAR of GUNFIRE.
Slate walls and pillars pock, crack, and crater
under a hail storm of EXPLOSIVE-tipped BULLETS.
They are met by the quivering spit of a SUB-HAND MACHINE
GUN and the RAZORED WHISTLE of throwing knives. Weapons
like extensions of their bodies, are used with the same
deadly precision as their feet and their fists.
Bodies slump down to the marbled floor while Neo and
Trinity hardly even break their stride.



Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum (fyrir handrit og mynd)

Friday, October 9, 2009

Treasure of Sierra Madre

Treasure of Sierra Madre
Ég ákvað að kíkja á eina gamla mynd í morgunsárið og útaf því ég nennti ekki að gera neitt út af þynnku. Myndin sem ég kíkti á var Treasure of Sierra Madre sem er mynd eftir leikstjórann John Huston og kom hún út árið 1948. Myndin fjallar um tvo fátæka menn sem búa í Mexíkó, á hverjum degi þá betla þeir pening frá samlöndum sínum frá Bandaríkjunum til að eiga ofan í sig. Þeir sofa á bekkjum í einhverjum garði þar sem þeir eiga ekki efni á leiga sér herbergi á hóteli. Einn daginn rekst Dobbs (Humphrey Bogart) í einhvern Bandaríkjamann og biður Dobbs hann um að gefa sér pening, þessi Bandaríkjamaður neitar að gefa honum krónu en hann býður honum vinnu í staðinn. Eftir tvær vikur í mikilli erfiðisvinnu þá koma betlararnir í land en fá bara eitthvað smá borgað af því sem þeir áttu í rauninni að fá og maðurinn sem bauð þeim vinnuna stungin af. Þeir Dobbs og Curtin (Tim Holt) ákveða því að leigja bedda á einhverju fátæklingahóteli, þar heyra þeir sögu gamals gullgrafara Howard (Walter Huston) um að það væri mjög líklega mikið af gulli uppi á fjalli ekki svo langt frá þeim. Howard heldur sögunni áfram og segir að gullgrafarar missa oft vitið í leit sinni að gulli og menn verði gráðugir og móðursjúkir þegar búið er að finna gull. Eftir þessa nótt þá finna þeir manninn sem sveik þá og þeir lemja hann og taka af honum peninginn sem hann skuldaði þeim, þeir tóku nákvæmlega það sem maðurinn skuldaði og ekki krónu meira, þótt maðurinn væri með miklu meiri pening á sér. Loksins ákveða Dobbs og Curtin að fá Howard með sér í lið og fara þremenningarnir í gullleit upp á fjall.

Það tekur langan tíma að finna gullið á þessu fjalli og Dobbs og Curtin nánast búnir að gefast upp á þessum leiðangri þegar þeir finna loksins gullið. Eftir því sem líður á myndina þá verða fátæklingarnir, sérstaklega Dobbs, mjög móðursjúkir og missa sig stundum í því að þeir halda að hinir séu að ræna gullpokunum af hvor öðrum. Á þessum tíma í Mexíkó er mikið af Banditum sem fara út um allt og ræna allt og alla, og helst drepa líka alla sem á vegi þeirra verða. Þremenningunum okkar gengur eins og í sögu að safna saman mikið af gulli og eru þeir komnir í góða summu þegar einn Bandaríkjamaður eltir Curtin upp á fjall frá einni borg. Þessi Bandaríkjamaður vill leita af gulli upp á þessu fjalli þar sem þremenningarnir segjast aðeins vera að veiða uppi á fjallinu. Þremenningarnir gera það þá upp við sig að drepa þennan illa mann sem ætlar að reyna að „stela“ gullinu af þeim. Núna ráðast Banditar á þá og þurfa þeir því að slá á frest að myrða þennan illkvita Bandaríkjamann. Í bardaganum vinna fjórmenningarnir en maðurinn sem þeir ætluðu að drepa lætur lífið í bardaganum, þá verða þeir allir miður sín útaf því hann átti kannski ekki skilið að deyja.
----------------------------------------SPOILERS-----------------------------------
Þremenningar ákveða loks að hætta að grafa eftir gulli og halda heim á leið, hver með hluta af gulli upp á 35000 dollara. Á leið sinni heim þá mæta þeir indjánum en indjánarnir vilja ekki bardaga aðeins að Howard lækni ungan dreng sem drukknaði næstum því. Núna erum við bara með tvo menn sem geyma allt gullið og þeir þora ekki að fara að sofa vegna ótta við að hinn ræni öllu gullinu og stingur af. Dobbs er sérsaklega hræddur við þetta og endar þetta á því að Dobbs skýtur Curtin en Curtin deyr samt ekki. Heldur Dobbs þá áfram ferð sinni með allt gullið þegar hann lendir í því að Banditar drepa hann. Banditar eru það heimskir að þeir halda að gullið sé sandur og henda því í jörðina og stappa á pokunum þannig gullið fer út um allt. Þegar Curtin og Howard komast að því gullið er allt horfið þá fara þeir að hlæja mjög mikið vegna þess að þetta er allt einn stór brandari sem Móðir Jörð er að búa til á þá.
----------------------------------SPOILERAR ENDA--------------------------------

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sé þessa mynd og finnst mér hún alveg frábær. Boðskapurinn í myndinni er að maður græðir ekkert á því að vera gráðugur. Ástæðan fyrir því að Curtin er ekkert pirraður yfir því að gullið sé horfið er aðeins út af því að hann er á nákvæmlega sama stað í lífinu og hann var áður en hann var í þessa gullleit, ef þeir hefðu ekki verið svona tortryggnir, gráðugir og móðursjúkir þá hefði hann grætt mjög mikið á þessu ferðalagi. Leikstjórinn John Huston stóð sig mjög vel í þessari mynd á allan hátt, hann fékk Óskarinn fyrir bestu leikstjórn og besta screenplay. Hann gerði líka stórmyndina The Maltese Falcon sem Bogart lék líka í og áttu þeir greinilega gott samband. Ég las samt á netinu að Bogart hefði verið mjög stressaður yfir því að hann mundi missa af einhverjum kappakstri sem hann átti að keppa í og var Bogart því alltaf að ýta í Huston og spurja hvenær tökur á myndinni mundu enda svo hann gæti fengið að fara, þegar hann gerði þetta einu sinni þá tók Huston sig til og tók í nefið á Bogart og sneri því, eftir þetta þá spurði Bogart hann aldrei aftur að þessari spurningu.

Myndatakan er mjög flott í þessari mynd, mikið af fallegri náttúru og close-up af leikurunum, sérstaklega þegar þeir voru hræddir um gullið sitt. Bogart, Walter Huston og Holt stóðu sig allir frábærlega og þeir í rauninni gera þessa mynd að þessu meistarastykki sem þessi mynd er. Walter Huston, sem er pabbi John Huston leikstjórans, fékk Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem gamli, klikkaði gullgrafarinn. Tónlistin passar líka mjög vel í myndina og finnst mér hún frábær. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt meira um þessa mynd annað en það að hún er algjört meistarastykki og mæli ég eindregið með því að allir sem eiga eftir að sjá hana kíkja á hana sem allra fyrst.


Myndband af því þegar Howard er að tala um gullgrafara.

Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum