Sunday, February 28, 2010

Avatar og A Serious Man

Nafn myndar: Avatar

Leikstjórn: James Cameron

Söguþráður: Myndin fjallar um hóp vísindamanna og hermanna á ævintýraeyjunni þar sem Navi-fólkið býr á, takmarkið hjá þessum hóp er í tvennu lagi annars vegar takmarkið hjá vísindamönnunum að skoða og greina ýmislegt yfirnáttúrulegt á eyjunni og síðan takmarkið hjá hermönnunum en það er að ná gersemum eyjarinnar og selja það á jörðinni. Við fylgjum sögu Jake Sully sem er í hjólastól í alvöru lífinu (Sam Worthington) á þessari undraverðu eyju, hann er fenginn til liðs við vísindamennina en vinnur undercover fyrir herinn og þá sérstaklega hinn harða Colonel Miles Quaritch (Stephen Lang). Verkefnið sem hann fær frá Quaritch er að vinna traustsins hjá Navi-fólkinu. Avatar eða manngervingur er í rauninni búningur vísindamannanna til að geta komist auðveldar af í náttúrunni á Pandora eyjunni. Manngervingurinn er miklu stærri en meðalmaður, sterkari og fljótari og erfiðara að drepa en mannveran. Í fyrstu ferð Jake í manngervingabúningnum þá þarf hann að hlaupa undan mjög hættulegum verum og endar á því að hitta Neytiri (Zoe Saldana) sem er ein af alvöru Navi-fólkinu. Sagan heldur síðan áfram og Jake fer að læra af Navi-fólkinu og reynir að vinna sér inn traustið hjá þeim en það gengur vægast sagt illa. En þetta er það eina sem ég vil segja um söguþráðinn í myndinni.

Tónlist: Tónlistin er samin af James Horner. Líkt og myndin sjálf þá er tónlistin draumkennd og mjög falleg og hún getur alveg verið feimin á köflum. Tónlistin er samt mjög flott og bara æðisleg eins og flest allt við þessa mynd.

Leikarar: Perónulega finnst mér leikararnir vera að finna upp hjólið í þessari mynd en samt finnst mér Sam Worthington, Zoe Saldana og Sigourney Weaver leika mjög vel í þessari mynd. Að auki ætla ég segja að það mætti bara alfarið henda leikkonunni Michelle Rodriguez úr öllum kvikmyndum því ég trúi ekki orði af því sem hún segir þegar hún er að leika. Stephen Lang finnst mér leika ágætlega í fyrri hluta myndarinnar en dala svolítið þegar líða tekur á myndina.

Heildarmynd: Förum aðeins yfir hvað gerir þessa mynd svona svakalega. Það kannski fyrsta sem ég þarf að nefna er að handritið var tilbúið fyrir 14 árum en Cameron vildi ekki gera hana á þeim tíma útaf því tæknin til þess að gera myndina var engan veginn nógu þróuð til að framkvæma það sem hann vildi gera í henni. En núna fyrir nokkrum árum fannst honum kominn tími til í að fara í þetta stórverkefni. Hann notaði fullkomnustu þrívíddartæknina og þróaði hana til þess að reyna að gera flottustu 3-D mynd hingað til. Hann bjó líka til sér myndavél til að taka upp atriðin með leikurunum þegar það var verið að taka upp greenscreen atriðin. Í staðinn fyrir að taka upp persónu á greenscreen og láta það atriði síðan í tölvu og bæta við umhverfinu eftir á þá var umhverfið á myndavélinni og gat hann því sagt leikurunum til og sýnt hvernig umhverfið liti út á meðan það var verið að taka upp. Þetta hjálpaði honum rosalega mikið við að gera þetta sem raunverulegast og ég fékk oft á tilfinninguna að þetta væri alvöru heimur og það kom ekki eitt atriði þar sem maður sá GREINILEGA að þetta væri tekið á greenscreen eins og maður sér venjulega.

En já allavega, umhverfið á Pandora eyjunni er rosalega fallegt og eiginlega yfirnáttúrulega flott. Þegar Navi-fólkið labbar framhjá plöntum og trjám þá lífgast umhverfið við, kviknar í rauninni á plöntunum, frekar erfitt að útskýra þetta en mjög flott.

Síðan má tala um hvernig verurnar á eyjunni eru. Í fyrsta lagi eru það Navi-fólkið, þeir líta út eins og bláir kettir. Mjög heillandi verur sem glóa í myrkri og eru mjög tignarlegar. Þau tala sérstakt tungumál sem var sérstaklega búið til fyrir þessa mynd og það gerir Navi-fólkið ennþá meira trúverðugra að það sé til í alvörunni, var mjög sáttur með það, ákváðu ekki að nota enskuna sem tungumál þeirra þótt sumir af Navi-fólkinu kunni vissulega sitt hvað í ensku þá er það nógu trúverðuglega útskýrt til þess að maður trúir því að þau geti kunnað það. Síðan eru það Banshee‘s sem eru fljúgandi verur sem minna um margt á risaeðlufugla. Til þess að tengjast Banshee þarf maður að velja einn þannig og Banshee þarf að velja mann til baka, maður veit að hann valdi mann líka með því að reyna að drepa mann og til þess að tengjast honum þarf maður að tengja langa hárið á manni við veruna. Eftir að þetta gerist tekur maður sitt fyrsta flug á honum og stjórnar honum með huganum. Aðrar verur eru magnþrungnar, flottar, ógnvekjandi og mjög hættulegar nema maður nái að tengjast þeim sem einn af Navi-fólkinu.

Ég skal samt viðurkenna það að handritið mætti vera frumlegra og það mætti líka henda einum eða tveimur leikurunum út annars er myndin fáranlega flott á alla vegu. Ég samt þoli ekki þegar fólk segir við mig að myndin sé bara léleg útaf því handritið mætti vera frumlegra, myndin í heild sinni er fáranlega flott og vel gerð og þegar ég hugsa um hvernig mætti gera handritið frumlegra þá er það eiginlega of erfitt. Ég meina ef þetta hefði verið mynd bara um Navi fólkið þá hefði hún ekki verið skemmtileg, hún hefði kannski verið áhugaverð en það þurfti eitthvað að gerast og þess vegna er mannkynið í myndinni. Ég veit að söguþráðurinn er týpískur en hann virkar og hann hrindir líka sögunni af stað. Þetta er tímamótamynd og bara fyrir það eitt finnst mér að hún ætti að vinna Óskarinn, ég veit samt ekki hvort hún muni vinna en hún er klárlega contender að mínu mati.

Einkunnagjöf: 9,5 af 10


Nafn myndar: A Serious Man

Leikstjórn: Ethan Coen og Joel Coen.

Söguþráður: Myndin fjallar um manninn Larry Gopnik sem vinnur sem eðlisfræðikennari í Midwestern háskólanum. Hann kemst að því í upphafi myndarinnar að konan hans vilji skilnað og að hún ætli að fara í samband við Sy Ableman sem Larry hefur ekki hátt álit á. Larry og konan hans eiga tvo börn og bróðir hans, Arthyr Gopnik, sefur á sófanum og hann á við mikinn spilavanda að stríða. Sonur hans Danny á við erfitt agavandamál að stríða og dóttir hans Sarah er að stela peningum af honum til þess að geta farið í lýtaaðgerð á nefinu. Við fylgjumst með hinum hefðbundna dag hjá Larry þar sem nemendurnir hans nenna ekki að hlusta á hann og hann á í erfiðleikum með að fá góðan hlut af búi hans og konu sinnar hjá lögfræðingnum sínum. Það má taka það fram að fjölskyldan eru öll gyðingar. Við fylgjumst síðan með Larry og erfiðleikum hans sem eru peningavandræði, mútur frá einum nemenda sem hann veit ekki hvort hann eigi að þiggja og loks öll fjölskylduvandamálin sem eru mjög mörg og af öllum toga.

Tónlist: Tónlistin er samin af Carter Burwell og er hún mjög góð.

Leikarar: Persónulega finnst mér aðeins einn leikari standa upp úr og það er Michael Stuhlbarg, hann gjörsamlega fer á kostum og hefði hann átt skilið að fá Óskarstilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki. Aðrir leikarar sem mér þóttu góðir voru Fred Melamed og Richard Kind.

Heildarmynd: Þetta er grátbrosleg mynd um aumingja Larry sem allir virðast vera sama um. Mér finnst hún fyndin á köflum og frekar áhugaverð mynd. Ég verð samt að segja það að þessi mynd er langt frá því að vera besta mynd Coen bræðra og á hún í rauninni ekkert í myndir eins og No Country for Old Men, The Big Lebowski og Fargo. Hún er samt þokkalega góð. Þetta er enn einn contenderinn í óskarinn fyrir bestu mynd.

Einkunnagjöf: 9,0 af 10

1 comment:

  1. Glæsileg færsla. 10 stig.

    Ég get nú ekki sagt að mér finnist Avatar eitthvað frábær mynd, en mér finnst hún mjög flott og ég skemmti mér konunglega á henni. Hún er bara skemmtilegt bíó.

    Mér finnst samt alltaf frekar skrýtið þegar menn tala um að geyma það að gera myndir þangað til tæknin er nógu góð. Vissulega er tæknin núna flottari en fyrir 10-14 árum síðan, en það breytir því ekki að myndir af þessu tagi, þ.á.m. Avatar, eldast hræðilega illa. Það sem er flottast við hana - tölvugrafíkin, þrívíddin, o.s.frv. - verður orðið ótrúlega gamaldags og hallærislegt eftir tíu ár.

    Mér fannst A Serious Man mjög góð, en ég fattaði hana ekki. Eftir myndina þá hafði ég skemmt mér konunglega (það er fullt af frábærum mómentum í henni) en ég var litlu nær um heildarmyndina...

    ReplyDelete