Jæja núna gafst mér loksins tími á að henda inn bloggi eftir vægast sagt langa fjarveru frá bloggskrifum. Ég ætla að fjalla um allar myndirnar sem eru tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum og ég ætla að byrja á Up og Precious.
Nafn myndar: Up
Leikstjórn: Pete Docter og Bob Peterson.
Söguþráður: Myndin fjallar um gamla manninn Carl Fredricksen. Þegar hann var ungur var hann ævintýragjarn og langaði mest af öllu að fara í leiðangur til Suður-Ameríku og hitta goðið sitt Charles Muntz. Hann lét ekkert verða af því. Við kynnumst honum þegar hann er orðinn gamall og konan hans Ellie er látin og Fredricksen hefur voðalega lítið fyrir stafni nema að sofa og borða. Núna eru byggingar í gangi hjá húsinu hans og verktakarnir vilja henda honum út og senda hann á elliheimili, Fredricksen tekur það ekki í mál og lætur loks verða af því að fara í leiðangur til Paradise Falls í Suður-Ameríku. En hann fer ekki í þennan leiðangur einn eins og hann hafði ætlað sér, í húsinu hans leynist átta ára málglaði strákurinn Russell. Ástæðan fyrir því að Russell er með honum er að því að hann á bara eftir að fá eina orðu til að hækka sig um tign hjá skátunum. Þeir lendu í fjöldanum af ævintýrum og koma sér oft í mjög erfiðar og þröngar aðstæður og oft sér maður ekki hvernig þeir kumpánarnir ætla að koma sér frá vandræðunum.
Tónlist: Tónlistin er samin af Michael Giacchino og tekst honum mjög vel upp í þessari mynd og nær að fanga söguþráðinn vel. Hann hefur samið tónlist fyrir myndir á borð við Cloverfield, Mission Impossible III og Ratatouille.
Leikarar: Það er enginn af þeim allavega að fara að vinna Óskarinn fyrir leik en þeir stóðu sig allir snilldarlega vel við að talsetja og ná fram karakternum sínum vel með röddinni.
Heildarmynd: Mér finnst þessi mynd mjög skemmtileg og það er bara alveg eins með allar Pixar myndir, þeir bara virðast ekki klikka. Þeir kunna sitt fag vel og vita hvernig þeir eiga að gera góða og skemmtilega teiknimynd. Jújú frábær mynd í alla staði en mér finnst hún alls ekki eiga skilið Óskarinn fyrir bestu mynd, hún mun vinna fyrir bestu teiknimyndina og það finnst bara nóg.
Einkunnagjöf: 8,2 af 10
Nafn myndar: Precious: Based on the Novel Push by Sapphire
Leikstjórn: Lee Daniels
Söguþráður: Myndin fjallar um ungu og feitu stúlkuna Claireece Precious Jones. Hún þarf að þola mikið af áreiti frá fjölskyldunni sinni. Hún er lögð í einelti af móður sinni og nauðgað af föður sínum. Við komum inn í söguna þegar hún er rekin úr skólanum sínum fyrir að verða ólétt í annað skiptið, bæði skiptin varð hún ólétt af föður sínum, það veit samt enginn af því. Það tekur nánast enginn eftir henni þrátt fyrir hversu feit hún er. Hún er feimin og vill ekki deila erfiðleikum sínum með neinum. Hún er færð í annan skóla og finnst hún vera sérstök af því stærðfræðikennarinn hennar í gamla skólanum finnst hún vera best í stærðfræði af jafnöldrum hennar, móðir hennar er nú samt fljót að brjóta það sjálfstraust niður hjá henni. Precious vill ekkert heitar en að verða fræg og að fólk vilji vera eins og hún. Þegar hún lítur í spegilinn sér hún fallega, hvíta, mjóa og ljóshærða stelpu, sem er auðvitað þveröfugt við það sem hún er. Í nýja skólanum hennar kennir nýji kennarinn hennar loksins að lesa. Hún byrjar að hitta félagsráðgjafann Mrs. Weiss sem kemst að því að faðir hennar barnaði hana. Hún fæðir síðan barnið og nefnir það Abdul, þrem dögum síðar þá missir móðir hennar Abdul viljandi í gólfið og í kjölfarið þá slæst Precious loksins við mömmu sína. Við höldum síðan áfram að fylgjast með erfiðu lífi Precious.
Tónlist: Tónlistin er samin af Mario Grigorov. Persónulega tók ég ekki mikið eftir tónlistinni og var hún í rauninni rosalega lítill hluti af myndinni.
Leikarar: Mér fannst persónulega bara tvær manneskjur standa upp úr leikaralega séð í myndinni og það voru Gabourey Sidibe sem leikur Precious og svo Mo‘Nique sem leikur móður Precious. Þær eiga báðar stórleik í myndinni og voru skiljanlega báðar tilnefndar fyrir besta leik. Það mundi koma mér mikið á óvart ef önnur hvor þeirra mundi ekki vinna Óskarinn.
Heildarmynd: Þetta er átakanleg mynd um erfiða ævi hjá ungri konu sem reynir eftir fremsta megni að gera sitt besta en fjölskylduaðstæður leyfa henni að komast langt. Þetta er svona eiginlega þessi týpíska óskarmynd, því hún er átakanleg og myndin er að segja ákveðna sögu. Minnir mig smá á Milk og Crash. Þessi mynd gæti mögulega unnið Óskarinn þótt ég mundi ekki segja að hún væri besta myndin þarna.
Einkunnagjöf: 8,3 af 10
Mér finnst Up nú alveg með 2-3 bestu myndunum sem eru tilnefndar. Mér finnst eiginlega bara Inglourious Basterds og A Serious Man standast henni snúning.
ReplyDeleteÉg er ekki búinn að sjá Precious ennþá, og er hálfsmeykur við hana. Ég er hræddur um að þetta sé argasta tilfinningaklám, og samkvæmt sumum umsögnunum sem ég hef lesið þá er hún ekki einu sinni neitt sérstaklega vel gerð. En síðan hef ég líka heyrt að hún sé góð (og auðvitað átakanleg).
Fín færsla. Ég hlakka til að lesa um allar hinar myndirnar. 9 stig.