Sunday, February 28, 2010

The Blind Side og Up in the Air.

Nafn myndar: The Blind Side

Leikstjórn: John Lee Hancock

Söguþráður: Myndin fjallar um Michael Oher sem er heimilislaus og frekar feiminn gaur. Hann kemst í háskóla útaf því að þjálfari ruðningsliðsins fannst hann vera gott efni í liðið sitt. En það sem Oher þarf að gera til að mega spila ruðning þarf hann að bæta einkunnir sínar. Honum fannst hann ekki eiga heima í háskólanum, segir aldrei neitt í tímum og kennararnir hafa enga trú á honum. Hann sefur í íþróttahúsinu og tekur afganga til að geta borðað. Við kynnumst síðan konu að nafni Leigh Anne Tuohy sem sér Oher labba í rigningunni, hún tekur hann í bílinn og segir honum að gista hjá sér og fjölskyldu hennar. Hann samþykkir það en upprunalega átti þetta aðeins að vera yfir eina nótt sem lengist síðan eftir því sem tíminn líður. Oher fer að tala við son hennar S.J. sem er nánast eina manneskjan sem hann talar við. Í skólanum þá er hann nánast eini blökkumaðurinn og allir horfa á hornauga á hann. Með hjálp Leigh og S.J. þá fara einkunnir hans að batna og hann fær að komast í ruðningsliðið, en hann kann ekki neitt í ruðning því hann hefur aldrei horft á neinn leik og hvað þá spilað. Þjálfarinn verður frekar pirraður og finnur enga leið til að kenna honum hvernig hann á að spila en þá taka Leigh og S.J. sig til og kenna honum hvað hann á að gera.

Tónlist: Tónlistin er samin af Carter Burwell. Tónlistin er mjög róleg og helst til dramatísk en það passar svo sem ágætlega við myndina.

Leikarar: Helstu leikarar eru Quinton Aaron sem leikur Oher, Sandra Bullock sem leikur Leigh og Jae Head sem leikur S.J. Persónulega finnst mér þau leika mjög vel í þessari mynd og þá sérstaklega Jae Head sem er mjög fyndinn og bara flottur karakter í myndinni. Ég hafði miklar efasemdir um Sandra Bullock áður en ég horfði á myndina en hún kemur bara mjög vel út í þessari mynd. Það var samt enginn leikari sem var að finna upp hjólið í þessari mynd.

Heildarmynd: Þetta er falleg mynd um fjölskyldu sem tekur inn einstakling sem þau þekkja ekkert og þeim er drullusama hvað samfélaginu finnst um það. Þetta er sönn saga um Michael Oher og hvernig hann byrjaði á botninum en fannst upp á topp með hjálp mjög ástkærrar fjölskyldu. Þetta er engan veginn besta mynd í heimi en mér finnst hún samt áhugaverð og skemmtileg.

Einkunnagjöf: 8,6 af 10



Nafn myndar: Up in the Air

Leikstjórn: Jason Reitman

Söguþráður: Myndin fjallar um Ryan Bingham sem hefur það sem atvinnu að ferðast um Bandaríkin og reka fólk fyrir yfirmenn fyrirtækja því yfirmenn hata að reka starfsfólkið sitt. Ryan elskar að ferðast og hans helsta markmið er að ná að ferðast samtals 10 milljón mílur í flugvél. Hann ferðast svona mikið til að komast á allar staðsetningarnar sínar til að fá að reka fólk. Hann er mjög góður í mannlegum samskiptum eða reyndar þá bara aðallega í að koma vel frá því að reka fólk. Hann er búinn að búa til ákveðna aðferð í því hvernig á að fara að því. En síðan kemur babb í bátinn því það er kona að nafni Natalie Keener sem hefur náð að koma því í gegn að geta rekið fólk í gegnum símasamtal svo þau þurfa ekki að ferðast svona langt á milli staða. Þetta fer mjög mikið í taugarnar á Ryan sem hefur unnið við að reka fólk í mörg ár og honum finnst það mun persónulegra og betra að reka fólk á staðnum frekar en að gera það í gegnum tölvu. Hann nær að sannfæra yfirmann sinn um að sýna Natalie hvernig það er að reka fólk. Þau fljúga á nokkra staði og þá kemst hún að því að það er alveg rétt hjá honum. Þótt Ryan hitti fullt af nýju fólki á hverjum einasta degi þá er hann einmana en það truflar hann ekkert vegna þess að hann vill ekki giftast og hvað þá að eignast barn. Myndin heldur síðan áfram og fjallar þá aðallega um samstarf hans og Natalie sem vex ásmegin þegar líður á myndina.

Tónlist: Tónlistin er samin af Rolfe Kent. Tónlistin er vægast sagt í miklu aukahlutverki og er nánast engin tónlist undir í myndinni nema kannski í svona 2% af atriðunum.

Leikarar: George Clooney leikur aðalhlutverkið í þessari mynd og hann nær að koma persónu sinni mjög vel frá sér. Ryan Bingham er yfirborðskenndur og nánast tilfinningalaus maður, eða þannig lítur það allavega út því hann lætur það ekkert á sig fá þegar fólk er mjög pirrað eða reitt út í hann þegar hann rekur þau. Vera Farmiga sem leikur Alex Goran stendur sig líka með prýði en hún leikur konuna sem Ryan sefur hjá þegar honum langar til þess, þetta finnst Ryan mjög þægilegt því hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af tilfinningum hennar eða neitt þvíumlíkt og hentar hún því honum mjög vel. Anna Kendrick stendur samt eiginlega upp úr leikaralega séð í þessari mynd því hún nær að leika Natalie eiginlega fullkomnlega.

Heildarmynd: Þessi mynd fannst mér líkast mjög mikið til myndarinnar Thank you for Smoking. Þessar tvær myndir fjalla um menn sem eru góðir að tala og ferðast mjög mikið og geta því lítið hugsað um sitt einkalíf. Leikararnir eru fínir og já bara ágætis skemmtun.

Einkunnagjöf: 8,1 af 10

1 comment:

  1. Mér fannst Thank You For Smoking aðeins betri. Ég veit ekki hvað það var, en mér fannst maður aldrei almennilega finna til með persónu Clooneys. Og þegar maður finnur ekki til með aðalpersónunni, þá finnst mér eitthvað vanta í myndina...

    Flott færsla. 9 stig.

    ReplyDelete