Prodigal Sons
Prodigal Sons er heimildamynd eftir leikstýruna Kimberly Reed. Myndin fjallar um fjölskyldu í Bandaríkjunum. Þetta er ekki hin hefðbundna fjölskylda eins og flestir kannast við. Fjölskyldan samanstendur af móður, tveimur sonum og dóttur. Faðirinn er látinn, annar sonurinn missti helminginn af heilanum (ef ég skildi þetta rétt) og dótturin fæddist sem strákur en fór í kynskiptaaðgerð til að láta breyta sér í konu. Ástæðan fyrir því að hún lét breyta um kyn er aðallega útaf því að þegar hún er horfði í spegilinn þá sá hún kona en ekki ruðningsstjörnu eins og aðrir sáu hann. Þegar myndin á sér stað þá á kynskiptingurinn kærustu. Myndin byrjar á reunion í skólanum sem þau voru í, þar sem hún sýnir sitt nýja útlit.
Myndin byggir á sambandi hálfsheila mannsins, sem heitir Marc og hennar Kimberly. Marc er með miklar geðsveiflur, stundum er mjög góður við allt og alla í kringum sig en síðan á öðrum tímum þá lemur hann Kimberly og allt fer í háaloft. Þeirra samband þróast síðan í gegnum myndina, til dæmis einu sinni þá hótar Marc að drepa sig og verður í kjölfarið handtekinn, í framhaldi af þessu þá vill fjölskyldan hans að hann fari og kíki á eitt stykki sálfræðing til að hjálpa honum. Marc á líka í miklum erfiðleikum með að sætta sig við að Kimberly hafi ákveðið að láta breyta sér yfir í konu útaf því hann var mjög vinsæll sem strákur og var einn af aðalmönnunum í ruðningsliðinu, eitthvað sem hann hefði viljað vera. Í kringum miðjuna á myndinni þá kemst fjölskyldan að því að þau eru náskyld Orson Welles. Marc finnst þetta mjög merkilegt og er mjög stoltur af þessu, eins og eflaust flestir mundu vera.
Við fengum að spurja Kimberly Reed út í myndina eftir að henni lauk. Hún sagði að það hefði tekið eitt og hálft ár að taka myndina upp. Þótt myndin beri það kannski ekki með sér en þá vildi Marc mjög mikið að þessi mynd yrði gerð. Eftir að myndin fór í sýningar þá hefur samband hennar og Marc verið miklu betra en það var áður.
Myndatakan í myndinni er þessi týpíska heimildamyndataka, mestmegnis tekin upp í höndunum en ekki á þrífót. Í þessari mynd fáum við að sjá inn í líf fjölskyldu sem á við vandamál að glíma og hvernig fjölskyldan tekur á vandamálinu. Það sem mér fannst hvað best við þessa mynd er að stóru hlutirnir sem maður mundi halda að yrði fjallað miklu meira um er í miklum minnihluta, til dæmis það að Kimberly er kynskiptingur, að Marc vanti hálfan heilann og það að fjölskyldan er náskyld Orson Welles. Myndin fjallar miklu meira um líf þeirra og hvað er að gerast hjá þeim fyrir utan allt þetta stóra í lífi þeirra.
Viðtal við Kimberly Reed
Stjörnugjöf: þrjár og hálf stjarna af fimm mögulegum
American Astronaut er mynd eftir leikstjórann Cory McAbee og kom hún út árið 2001. Það er frekar erfitt að skilgreina hvernig mynd þetta er en þetta er einhver samblanda af vestra sem gerist í geimnum sem er söngleikur og líka gamanmynd en samt frekar myrk á tímum og auk þess að hún er svarthvít. Myndin fjallar um geimfarann Samuel Curtis, hann fer inn á bar á Mars þar sem hann fær verkefni. Verkefnið hans er að fara til Júpíter að ná í strák sem heitir The Boy Who Actually Saw a Woman's Breast, það verður mjög erfitt þar sem strákurinn er í rauninni eina skemmtiatrðið á Júpíter þegar hann segir verkamönnunum frá því hvernig brjóst á konu lítur út. Curtis fær á barnum kassa með stelpu sem hann á skipta fyrir strákinn. Þegar hann hefur náð stráknum þá á hann að fara með strákinn til Venus, þar sem konur fara með unga karlmenn eins og kónga, og skipta á stráknum og líkið af manninum sem var kóngurinn á Venus. Eftir að hann hefur gert þetta þá á hann að fara með líkið af manninum til Jarðar og fyrir það fær hann mjög mikinn pening.
Þegar hann leggur af stað í þetta stóra verkefni þá byrjar maður sem kallar sig Professor Hess að elta hann, eftir að hann drap alla á barnum. Professor Hess er geðsjúklingur sem drepur alla sem eiga það ekki skilið en getur ekki drepið þá sem eiga það skilið, mjög brenglað en það er samt hans mottó. Eftir að Curtis nær í strákinn sem hefur séð kvennmannsbrjóstið þá drepur Professor Hess alla verkamennina á Júpíter. Þegar Curtis og strákurinn eru á leið frá Júpíter til Venusar þá stoppa þeir í hlöðu sem er á reiki á leið þeirra. Í hlöðunni fær Curtis nýtt verkefni, hann á að skutla ungum strák þar heim til Jarðar þar sem hann á heima. Strákurinn er mjög illa lyktandi og mjög ógeðslegur og minnti mig mjög mikið á Gimpið úr Pulp Fiction nema bara ógeðslegri. Síðan halda þeir áfram ferð sinni með Professor Hess á hælunum.
Myndatakan í myndinni er æðisleg, fyrir utan þegar þeir eru á ferð sinni um sólkerfið, það er mjög kjánalegt en frekar fyndið bara. Tónlistin og söngatriðin eru frábær, ég hló svo mikið af söngatriðunum í myndinni. Þótt þessi mynd sé nýleg þá eru skuggarnir í þessari svart/hvítu mynd mjög flottir og góðir og mæli ég eindregið með því að allir fari og kíki á þessa mynd, þið ættuð ekki að verða fyrir vonbrigðum nema þið séuð með lélegan húmor og ömurlegar manneskjur. Þetta er jú ein skrýtnasta mynd sem ég hef á ævi minni séð en hún er samt algjör snilld. Besta myndin sem ég sá á RIFF fyrir utan Gaukshreiðrið.
Snilldaratriði úr myndinni
Stjörnugjöf: fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum
Fín færsla. 8 stig.
ReplyDelete