Monday, October 26, 2009

In Bruges

In Bruges

In Bruges er leikstýrð af Martin McDonagh og kom hún út árið 2008. Myndin fjallar um tvo menn sem ferðast til bæjarins Bruges sem er í Belgíu. Mennirnir Ray (Colin Farrell) og Ken (Brendan Gleeson) finnst mismunandi gaman í Bruges. Ken vill til dæmis bara fara og skoða gamlar byggingar og fara í skoðunarferðir í bænum á meðan Ken vill bara alls ekki fara í neinar skoðunarferðir og bíður helst fyrir utan allar byggingarnar á meðan Ken er inni í þeim. Þeir eru samt ekki beint í ferðalagi þarna, þeir fóru þangað til að vera í felum og þeir eiga bíða símtals frá manni sem heitir Harry. Við komumst brátt að því að ástæðan fyrir því að þeir eru í felum er útaf því að Ray, sem er leigumorðingi, drap prest fyrir pening en þegar hann var að gera það skaut hann óvart lítinn strák. Þetta tekur mikið á sálarlíf Rays og eru oft dramatískar senur af honum þegar hann rifjar upp atburðinn. Ekki að þetta bæti ástand bæjarins fyrir honum en loksins fer honum eitthvað að lítast á blikuna þegar þeir félagarnir fara út í göngutúr að næturlagi. Þar sér Ray að það er verið að taka upp kvikmynd sem inniheldur dverg. Honum finnst dvergar vera mjög skemmtilegar lífverur en hann hefur áhyggjur af dverginum útaf því að það er svo hátt sjálfsmorðshlutfall hjá dvergum útaf því þeim er svo mikið strítt fyrir að vera litlir. Á tökustað á þessari kvikmynd hittir hann fallega konu sem heitir Natalie (Elisabeth Berrington). Þau fara á stefnumót og verða brátt ástfanginn að hvort öðru.

Loksins kemur langþráða símtalið frá Harry. Ken ræðir við Harry í símann og þeir fá loksins eitthvað verkefni í Bruges. Þeir eru ekki bara að drepa tímann og fela sig þarna. Nú kemur plottið í myndinni sem ég ætla ekki að segja frá en mér finnst það magnað og mjög vel gert hvernig allir söguþræðirnar sem myndin hefur byggt á tvinnast saman í einn söguþráð. Þetta er svona smá Pulp Fiction fílingur fyrir utan það að þetta er ekki jafnflókið eða epískt eins og þar, samt mjög flott.

Colin Farrell á afbragsleik í þessari mynd sem breskur leigumorðingi. Ef einhver hefði sagt við mig að Farrell ætti að leika írskan leigumorðingja áður en ég sá myndina þá hefði ég búist við allt allt öðru, ég hefði séð hann fyrir mér sem últra harðan gaur sem gengur út um allt og drepur fólk og finnst það gaman. En það er svo sannarlega ekki raunin með þessa mynd, því hann er eiginlega hálfgerð kerling, það útskýrist kannski að hluta til hvað gerðist með litla strákinn sem hann drap. En já hann er með skemmtilegan írskan hreim og það er ekki leiðinlegt að hlusta á það. Brendan Gleeson er líka fantagóður í þessari mynd, hann er frekar fágaður og fróður um sögu heimsins og hann vill alltaf læra meira um það. Hann er líkt og Farrell írskur leigumorðingi en hann hefur samt tilfinningar sem er frekar ólíkt að mínu mati staðalímyndinni sem leigumorðingjar hafa á sér, þeir eiga venjulega að vera mjög harðir og láta ekkert á sig fá, þeir eiga bara að drepa og helst ekki að sýna nein svipbrigði.

Mér finnst Martin McDonagh standa sig mjög vel í leikstjórastólnum og nær því besta fram í hverjum einasta leikara. En Martin leikstýrði ekki bara þessari mynd, hann skrifaði handritið líka, handritið er frábært. Myndin byrjar í smá klessu í byrjun og síðan er allt komið á hreint og skýrt undir lokin og það er það sem gerir þessa mynd svo góða, söguþráðurinn er frábær. Öll umgjörðin í þessari mynd er tipp topp, Bruges er mjög flottur bær og margar byggingar í gotneskum stíl sem er mjög flottur. Byggingarnar eru gamlar og hafa ákveðin sjarma yfir sér sem skilar sér að einhverju leyti til áhorfendans, hann gerir það ekki að öllu leyti þar sem ég held að maður sjái sjarmann í sínum flottasta með því að vera þarna. Tónlistin er frábær í þessari mynd, dramatísk og smá þung tónlist einkennir svolítið myndina í gegn og finnst mér það mjög áhrifamikið og gera mikið fyrir myndina.

Frekar fyndið atriði úr myndinni!

Stjörnugjöf: fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum

1 comment:

  1. Ég er búinn að ætla að sjá þessa ansi lengi. Verð að fara að gera eitthvað í þessu.

    Flott færsla. 8 stig.

    Talandi um leigumorðingja-myndir: Le Samourai eftir Jean-Pierre Melville er með flottari svoleiðis myndum sem ég hef séð, og ég mæli eindregið með að þú kíkir á hana.

    ReplyDelete