Sunday, October 18, 2009

The Matrix - Handrit

The Matrix
Ég ákvað að lesa handritið af Matrix og horfa síðan á myndina á sama tíma. Ég veit að við vorum beðin um að lesa handrit að mynd sem við hefðum helst ekki verið búin að sjá en það er mjög langt síðan ég sá Matrix og fannst mér áhugavert að skrifa um hana. Ég ætla að byrja svoldið að fjalla um myndina og síðan ætla ég að tala um handritið eftir það.

Matrix er skrifuð og leikstýrð af Wachowski bræðrum og kom hún út árið 1999. Myndin fjallar um Mr. Anderson eða Neo eins og hann kallar sjálfan sig. Neo er hakkarnafnið hans og til þess gert að það sé erfiðara að komast að því hver hann er fyrir lögguna. Mr. Anderson hinsvegar vinnur í hugbúnaðarfyrirtæki. Einn daginn þá brýst Trinity inn í tölvuna hans og segir Neo að hitta sig með því að elta "hvítu kanínuna". Hann hittir hana og Trinity segir honum að Morpheus sé að leita að honum. Daginn eftir þegar Anderson er í vinnunni þá koma Agents á vinnustaðinn hans og handtaka Neo, þeir sleppa honum hinsvegar og nær Morpheus að ná til hans og sýnir Morpheus Neo "Matrix". Neo er fullur efasemda og trúir varla orði af því sem Morpheus segir, útaf þvi að þessu draumaheimur sem Matrix er, er frekar ótrúlegur. Morpheus reynir að telja Neo trú um það að hann sé "The One", það gengur ágætlega en Neo trúir því samt ekki strax. Áfram heldur sagan þar sem Neo er kennt það sem hann þarf að kunna og vita um Matrix heiminn og Agentarnir Smith, Brown og Jones reyna að ná þeim, sérstaklega Morpheus útaf því hann veit hver hnit Zions eru, sem er síðasta borg mannkynsins. Loksins ná Agentarnir Morpheus eftir að Cypher segir þeim hvar hann muni vera á ákveðnum tíma. Síðan heldur sagan áfram hvernig Neo og Trinity reyna að bjarga Morpheus og hvort að Neo sé í raun "The One". Ég ætla að segja þetta gott um söguþráð myndarinnar.

Handritið sem ég las má finna hér. Myndin sjálf er mjög lík handritinu sjálfu fyrir utan nokkur atriði, eins og til dæmis þá segir Cypher eitt kvöldið við Neo að Morpheus hafði talið sig allavega fimm sinnum áður vera búinn að finna þann eina og alltaf náð að telja þeim trú um að þeir væru þeir einu sönnu, þeir dóu samt allir fyrir hendi Agentana. Þetta samtal þeirra fyllti Neo ennþá meira af efasemdum og vildi hann eiginlega ekki fara til Spákonunnar útaf því að hann trúði þessu ekki fyrir og þá mundi enginn ná að telja honum trú um þetta, hver sem það nú væri útaf því þetta væri of ótrúlegt til að vera satt.


Það voru nokkrir hlutir sem ég komst að við að lesa þetta handrit.
Í fyrsta lagi, þá var ekki jafnmikið um sjónrænar lýsingar eins og ég bjóst við í handriti. Jújú það voru alveg skrifað niður hvernig viðbrögð fólk ætti að vera með í ákveðnum senum en það var rosalega lítið um lýsingar á hlutum, eins og til dæmis hvernig skipið sem þau voru á liti út, það eina sem var sagt um það var að það væri á stærð við kafbát. Það var heldur ekkert sagt um hvernig handritshöfundar sæju fyrir sér ákveðna karaktera, hvort það væri hávaxið, lágvaxið, feitt, mjótt og svo framvegis. Ekki var tekið fram mikið um hvernig vélmennin ættu að líta út þannig maður gat ekki beint ímyndað sér það þegar maður las handritið. Ég veit ekki hvort að þetta handrit sé bara þannig útaf því að leikstjórarnir eru þeir sömu og gerðu handritið eða ekki, það væri gaman ef þú gætir sagt mér það Siggi? Það voru heldur ekki miklar lýsingar á því hvernig allt liti út, eins og maður sér í bókum þar sem nánast hvert einasta smáatriði er tekið fram, ég held líka að það sé svoldið gert til þess að leikstjórinn hafi frelsi til þess að ákveða hvernig herbergin líta út og þess og háttar.

Í öðru lagi, þá er nánast ekki sagt neitt um hvernig tónlist eða hljóð eigi að vera undir í hverju atriði. Þetta er kannski ekki hlutur sem ég vissi ekki, en þetta allavega staðfesti grun minn um það. Það væri líka frekar asnalegt ef handritshöfundur mundi bara ákveða allt sem ætti að gerast í myndinni og leyfa engum öðrum sem vinna að myndina til að fá frelsi til að láta sitt svið skína, eins og þeir sem búa til tónlistina í myndinni og þeir sem leikstýra (þótt það hafi örugglega rosalega mikið verið þeir bræðurnir, ég er bara að tala um almennt).


Í þriðja lagi, þá voru lýsingarnar á bardögunum í myndinni mjög litlar, fyrir utan þegar Morpheus er að slást við Neo í upphafi myndarinnar, en þegar Neo er að berjast við Agent Smith eða þegar Morpheus er að berjast við Smith þá er lýsingarnar mjög stuttar miðað við lengd atriðanna í sjálfri myndinni. Eins og til dæmis lýsingin á því þegar Neo og Trinity fara í herbygginguna sem Morpheus er í gíslingu, þá er varla lýst því hvernig Neo og Trinity skjóta sér leið frá hermönnunum á neðstu hæðinni. Það var líka hvergi skrifað í handritinu um að einhver sena ætti að vera sýna í ultra-slowmotion sem mörg atriði í Matrix eru. Enn og aftur þá er þetta líklega gert til þess að hamla ekki leikstjórann við sitt verk.

Í fjórða lagi, þá komst ég að því að handritið er rosalega mikið gert til þess að halda sögunni gangandi, svona eitthvað sem leikstjórinn getur gengið eftir, til þess að hann þurfi ekki að semja samtölin á staðnum. Samtölin í þessu handriti er mjög vel skrifuð og passar einhvern allt það sem allir segja við karakterinn hjá öllum. Wachowski bræður ættu greinilega miklum tíma í það að skrifa þetta handritið, því þeir pæla nánast í hverjum einasta hlut sem þeir skrifa í handritið, mér finnst allavega varla vera ofaukið orð í því, bara hnitmiðað og vel skrifað.

Í fimmta lagi, þá er persónusköpunin í þessu handriti alveg frábær. Byrjum til dæmis á Neo, honum finnst hann ekki passa í heiminn sem hann býr í því og þess vegna hefur hann leit sína á Matrix-heiminum, hann er ekkert svakalega málglaður maður en það sem hann segir meikar oft sense og er hann trúr því sem hann trúir á, hann lætur ekki mælska menn á borð við Morpheus skipta um skoðun sína á ýmsum hlutum, þótt hann í rauninni fær dýpri skilning á heiminum. Síðan er náttúrulega Morpheus, maður sem er nánast alvitri og hann segir aldrei neitt sem er ekki fáranlega flókið og djúpt fyrir aðrar persónur að skilja, hann ýtir fólki í að trúa það sem hann trúir á og það leiðir til dæmis til þess að Cypher fær nóg og ákveður að gefast upp á honum og gefa hann í hendurnar á Agentunum. Trinity er líka frekar góð persóna, hún er ekki þessi týpíski kvenmaður sem leitar að ástinni, þetta er hörkukvendi sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún elskar Neo og verður alveg semi væmin, en ekkert á við margt sem maður hefur séð, ég fíla þessa hörkukonu. Persónulega finnst mér besti karakterinn vera samt Agent Smith, þetta er í rauninni tölvuprógram en því sem líður á myndina kemst maður að því að hann er með mannlega eiginleika, hann verður reiður og pirraður. Smith er leikinn af Hugo Weaving og nær hann að leika þetta af stakri snilld. Hann talar með leiðinlegri rödd, labbar eins og vélmenni og gerir í rauninni allt sem vélmenni á að gera, hann sýnir ekki svipbrigði (fyrr en í lok myndarinnar) og er bara frábær. Öll þessi einkenni karakterana koma fram í handritinu, samt ekkert nákvæmlega, það er ekki tekinn neinn tími í handritinu til að útskýra hvern og einn karakter en það er skotið svona inn á milli, ýmsum eiginleikum karakterana.


Það var mjög fróðlegt að lesa handrit loks til enda, ég hafði alveg prófað að glugga aðeins í einhver handrit áður en aldrei einhvern veginn fengið mig til að klára heilt handrit alveg i gegn, það skemmdi líka ekki fyrir að þetta er mjög skemmtileg mynd. Ég komst að mörgu við að lesa þetta handrit, fyrir utan það sem ég er búinn að nefna áður þá komst ég að því að það tekur greinilega mjög langan tíma að koma góðri sögu alveg tilbúnri á blað, eða ég giska allavega á að þetta er ekki handrit sem þeir byrjuðu bara að skrifa og hættu síðan bara í lokin og gerðu síðan myndina. Þetta handrit hefur tekið langan tíma, þar sem bræðurnir hafa sest niður, byrjað að skrifa hugmynd, búið til karakterana, gert söguþráð, fundið nokkra svona hápunkta til að gera climax í myndinni, byrjað síðan að henda þessu saman og búið til samtöl og síðan örugglega þurft að endurskrifa handritið aftur og aftur og aftur þangað til þeir komust niður á þetta handrit.

Allt við þessa mynd er frábært að mínu mati, söguþráðurinn, tónlistin, leikurinn, leikstjórnin, myndatakan, handritið, bara allt er algjör snilld.

Ég ætla að enda þetta blog á því að enda inn smá hluta af handritinu þegar Neo og Trinity fara og brjótast inn í herbygginguna og láta síðan atriðið fylgja með á eftir því.

150 INT. GOVERNMENT BUILDING - DAY
In long black coats, Trinity and Neo push through the
revolving doors.
Neo is carrying a duffel bag. Trinity has a large metal
suitcase. They cut across the lobby to the security
station, drawing nervous glances.
Dark glasses, game faces.
Neo calmly passes through the METAL DETECTOR which begins
to WAIL immediately. A SECURITY GUARD moves over toward
Neo, raising his metal detection wand.
(CONTINUED)
THE MATRIX - Rev. 3/9/98 101.
150 CONTINUED: 150
GUARD
Would you please remove any
metallic items you are carrying:
keys, loose change --
Neo slowly sets down his duffel bag and throws open his
coat, revealing an arsenal of guns, knives and grenades
slung from a climbing harness.
GUARD
Holy shit --
Neo is a blur of motion. In a split second, three guards
are dead before they hit the ground.
A fourth guard dives for cover, clutching his radio.
GUARD #4
Backup! Send in the backup!
He looks up as Trinity sets off the metal detector. It is
the last thing he sees.
The backup arrives. A wave of soldiers blocking the
elevators. The concrete cavern of the lobby becomes a
white noise ROAR of GUNFIRE.
Slate walls and pillars pock, crack, and crater
under a hail storm of EXPLOSIVE-tipped BULLETS.
They are met by the quivering spit of a SUB-HAND MACHINE
GUN and the RAZORED WHISTLE of throwing knives. Weapons
like extensions of their bodies, are used with the same
deadly precision as their feet and their fists.
Bodies slump down to the marbled floor while Neo and
Trinity hardly even break their stride.



Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum (fyrir handrit og mynd)

1 comment:

  1. Mjög góð færsla. 9 stig.

    Ég veit satt best að segja ekki af hverju handritið er ekki sjónrænna. Ég veit hins vegar að þeir bræður gerðu hálfgerða teiknimyndasögu (storyboarduðu alla myndina), og þá fyrst fengu þeir pening til þess að gera myndina. Kannski hefur það eitthvað með málið að gera.

    Varðandi hljóð og tónlist, þá tíðkast ekki að tala um tónlistina í handriti, en umhverfishljóð sem skipta máli fyrir þróun sögunnar eru oft innifalin.
    Handritið hans Einars Más að Englum alheimsins var víst stórgallað að þessu leyti (hef ég heyrt). Þ.e. hann var búinn að ákveða soundtrackið fyrirfram og þurfti miklar fortölur frá Friðriki Þór til þess að draga í land með það.

    ReplyDelete