Monday, October 26, 2009

Strangers on a Train

Strangers on a Train

Strangers on a Train er mynd eftir meistara Alfred Hitchcock og kom hún út árið 1951. Myndin fjallar um tennisleikarann Guy Haines sem leikinn er af Farley Granger og geðsjúklinginn Bruno sem leikinn er af Robert Walker. Guy og Bruno hittast í lest og rekst Guy óvart utan í Bruno. Bruno tekur þá eftir því að fyrir framan hann er Guy Haines, einn frægasti tennisleikari heims. Bruno vill ólmur tala við þessa goðsögn og verður meira uppáþrengjandi eftir því sem á líður. Bruno fer að spurja hann frekar nærgöngulla spurninga eins og um skilnaðinn sem Guy er að lenda í og finnst Guy það frekar óþægilegt. Guy segir honum hinsvegar að hann þoli gjörsamlega ekki fyrrverandi konu sína. Þegar lestin er nánast komin að endastöðinni þá er Bruno að segja honum frá því hvað hann hatar gjörsamlega föður sinn og að hann þrái varla neitt heitar en að föður hans yrði drepin. Nú fer Guy ekki að lítast á blikuna og reynir að koma sér út úr lestinni en áður en hann nær því þá fer Bruno að segja honum frá hinu fullkomna morði sem hann hefur greinilega hugsað vel og lengi um. Fullkomna morðið er þannig að þeir skiptast á fórnarlömbum, til dæmis í þessu tilviki mundi Bruno drepa eiginkonu Guy sem hann er að reyna að skilja við og að Guy mundi drepa föður Bruno, nú drífir Guy sig út úr lestinni en gleymir óvart kveikjaranum sínum hjá Bruno.

Guy fer og reynir að komast að samkomulagi við konuna sem hann er að reyna að skilja við en það gengur mjög illa og endar það á því að hann hringir í núverandi kærustu sína og lýsir því yfir að hann vilji drepa þessa konu. Bruno fer núna í gang án samþykkis frá Guy eða neitt og drepur konuna í tívolíi. Bruno fer og heimsækir Guy og segir honum hvernig hann ætti að drepa föður sinn, nú brjálast Guy og fer að rífast við Bruno sem segir að þeir hafi gert samkomulagi. Guy hefur engan áhuga á því að drepa föður Bruno og honum dettur ekki í hug hvað hann á að gera í þessu. Hann hugsar um að fara til lögreglunnar og segja frá öllu en þá mundi það koma þannig út að Guy hafi sagt honum að drepa konuna sína. Nú fer sagan að flækjast því Bruno fer að verða ennþá meira nærgöngull við Guy um að hann drepi pabba sinn og hótar að klína morðinu á Guy. Guy hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera, sérstaklega í ljósi þess að það er alltaf leynilögregla fyrir utan íbúðina hans að passa upp á að Guy fari sér ekki að voða „aftur“. Nú byrjar rosalegur rússibani í myndinni, barátta Guy við Bruno og úr verður rosaleg spenna sem er varla hægt að lýsa, þið verðið bara að sjá þessa mynd.

Hitchcock stendur sig eins og alltaf mjög vel bæði sem leikstjórinn og cameo sem hann leikur alltaf, í þessari mynd leikur hann mann sem labbar með held ég kontrabassa upp í lestina þegar þeir fara úr henni í byrjun myndarinnar. Myndin er byggð á skáldsögu Patricia Highsmith og er mjög skemmtilegur söguþráður í henni og nær að halda manni allan tímann við skjáinn, útaf því maður langar alltaf að sjá hvað gerist næst. Þetta er rosalega flott mynd og standa leikararnir, og þá sérstaklega Robert Walker sem Bruno, sig ágætlega í sínum hlutverkum. Þetta er áhugaverð mynd og nær ákveðinni spennu sem maður er að leitast eftir í svona myndum. Mér finnst alltaf jafnfyndið að hugsa til baka í myndum og hugsa afhverju allt gerist, í þessari mynd gerist allt út af því að Guy Haines rekst utan í Bruno í lestinni og það hrindir sögunni af stað.

Þetta er samt eitt af fáum skiptum sem ég segi þetta en þetta er mynd sem ég væri til í að sjá endurgerða, ég veit að fólk hefur reynt að gera endurgerðir af öðrum meistaraverkum Hitchcocks en það hefur oftast tekist mjög illa. En ég persónulega held að það væri hægt að gera þessa mynd betur, það þyrfti að fá góða leikara, góðan leikstjóra og góða handritshöfunda og þá er hægt að gera þetta meistarastykki að ennþá meira meistarastykki. Þetta eru kannski draumórar hjá mér því jú sjarminn í þessari mynd er rosalega mikið tengdur hversu gömul hún er.


Stjörnugjöf: þrjár og hálf stjarna af fimm mögulegum

1 comment:

  1. Sástu þegar þessi mynd var tekin fyrir í Simpsons í seinasta Halloween-spesíali? Sá þáttur var reyndar eitt langt Hitchcock homage, með plottinu úr Strangers on a Train, draumsenunni úr Spellbound, track-zoom skotinu úr Vertigo og Psycho og örugglega fleira sem ég tók ekki eftir.

    Annars myndi ég hiklaust segja að þessi mynd sé með betri myndunum hans Hitchcocks, örugglega topp-10 eða 15.

    Fín færsla. 7 stig.

    ReplyDelete