Kelin
Kelin er mynd eftir leikstjórann Ermek Tursunov. Þessi mynd fjallar í rauninni um konu sem er mjög lauslát. Hún giftist manni og fer síðan með honum heim og býr með móður hans, bróður og honum. Það er ekkert talað í þessari mynd sem er góð pæling en mér finnst að það hefði verið hægt að sleppa því í þessari mynd. Einu hljóðin sem við heyrum í myndinni eru stunurnar í lauslátu konunni okkar. Konan og maður hennar ríða í tjaldinu sem þau öll búa í á meðan litli bróður hans rúnkar sér yfir stununum í konunni og einhver geit horfir á hann. Eftir að maðurinn hennar er drepinn af öðrum karlmanni þá sefur konan hjá litla bróður hans, litli strákurinn er mjög fljótur að fá það og við fáum engar stunur frá henni í þessu atriði, því miður. Útaf því hve lélegur litli strákurinn var í rúminu þá sefur hún hjá manninum sem drap hinn manninn, á meðan þetta er að gerast þá ríður litli strákurinn geit út í einhverjum kofa.
Jájá, ég veit, þetta er mjög skrýtið, en ég ætla að halda áfram. Móður fyrsta mannsins hennar er í rauninni galdrakona. Þegar konan verður ólétt og ætlar að hlaupa á brott með morðingjanum þá fer litli strákurinn og reynir að drepa þennan mann en mistekst það og verður drepin, þetta fannst konunni mjög leiðinlegt þar sem hún hafði örugglega hugsað sér um að sofa hjá litla stráknum aftur. Þá kemur galdrakonan á vettfang og lætur snjóflóð byrja og drepur snjóflóðið þennan illa mann, sem er samt miklu betri í rúminu en litli strákurinn. Konan lifir af og fer í tjaldið þar sem illa galdrakonan heldur sig, galdrakonan byrjar þá að kyrkja hana en hættir við að drepa hana, örugglega útaf því að hún er ólétt. Eftir þetta sofnaði ég en ég heyrði að endirinn hefði verið þannig að galdrakonan lætur konuna fá galdrastafinn sinn og myndin endað á því að úlfarnir og galdrakonan spangóla.
Söguþráðurinn í þessari mynd er líklega sá allra skrýtnasti í sögu mannkynsins en myndin má samt eiga það að myndatakan er mjög, sem betur fer í rauninni því annars hefði þetta verið ein skelfileg mynd. Það er mjög steikt að einu hljóðin sem við heyrum í myndinni eru stunur og öskur, en ég meina sumt fólk er bara skrýtið.
Stjörnugjöf: ein og hálf stjarna af fimm mögulegum (fyrir myndatökuna)
Neil Young Trunk Show
Neil Young Trunk Show er heimilda/tónleikamynd um tónlistarmanninn Neil Young. Persónulega finnst mér Neil Young vera æðislegur tónlistarmaður og ég fíla mjög mikið af lögum eftir hann. Við fáum að sjá upptökur af honum á tónleikaferðalagi. Myndin skiptir alltaf á milli þess að hann er einn á sviðinu með gítar og munnhörpu að syngja, síðan hann á tónleikum með hljómsveit og loks þegar hann er í góðgerðavinnu. Þegar hann er einn á sviðinu þá syngur hann lög sem eru öll mjög hugljúf og grípur áhorfendann með sér. Þegar hann spilar og syngur með hljómsveitinni þá fáum við hinsvegar að sjá aðra hlið af honum, þar er hann að missa sig í góðum gítarsólóum og lifir sig fáranlega mikið inn í tónlistina. Gítarsólóin hans eru öll mjög löng og áhrifarík og ég fékk aldrei leið á sólóunum hans, þótt eitt hafi til dæmis verið alveg gott korter.
Neil Young fæddist árið 1945 og er hann því í kringum 64 ára þegar þessi tónleikaröð á sér stað. Þrátt fyrir frekar háan aldur þá gefur hann ekkert eftir í miklu lífi á sviðinu og hann kann svo sannarlega að fá allan áhorfendasalinn með sér. Hann hefur verið í hljómsveitum á borð Buffalo Springfield, Crazy Horse og CSNY, CSNY er Crosby, Stills, Nash & Young. Hann gefur allt sem hann getur í textana í lögunum sínum og finnst mér það besta við Neil Young. Myndatakan í þessari mynd er bara frekar basic tónleikamyndataka. Klippingin á milli tónlistaratriða er mjög flott, ég fílaði alla mjög mikið að fá smá hlé á milli löngu laganna með einu stuttu og góðu lagi þegar hann er einn á sviði. Tónlistin í myndinni er náttúrulega frábær og öll hljóðupptöku er eins og það gerist best.
Ef þið hafið ekki hlustað á Neil Young þá mæli ég eindregið með því að fara að gera það eða bara horfa á þessa mynd því hún er frábær fyrir alla tónlistarunnendur.
Þetta er myndband af Neil Young flytja lagið Old Man árið 1971, uppáhaldslagið mitt með honum.
Stjörnugjöf: fjórar stjörnur af fimm mögulegum
Fishtank
Fishtank er mynd eftir leikstjórann Andrea Arnold. Myndin fjallar um unga stúlku sem heitir Mia. Mia býr með móður sinni og systur. Mia á sér draum um að verða RNB dansari og dansar hún mjög mikið í myndinni en hún vill ekki í fyrstu sýna neinum hvernig hún dansar eða hversu góð hún er. Móður Miu heldur að hún sé ennþá unglingur og hagar sér eftir því, hún er dramadrottning og fer mjög auðveldlega í fýlu. Mia er aftur á móti á mótþróaskeiðinu og því kemur það ekkert á óvart að sambandið á milli þeirra tveggja er frekar stirt. Þessi mynd gerist í Bretlandi og ég veit ekki alveg hvernig lífið er á Bretlandi en ég ætla rétt svo að vona að stelpur eins og litla systir Miu sé ekki byrjaðar að blóta jafn grimmt og hún gerir í myndinni í alvörunni, breski hreimurinn er samt æðislegur. Móður Miu er að sofa hjá manni sem er frekar góðhjartaður eins og kemur eiginlega fram strax í upphafi myndarinnar. Hann vill endilega að Mia reyni fyrir sér af alvöru með dansinn og eftir því sem það líður meira þá verður Mia hrifnari af þessum manni. Hún vill náttúrulega ekki segja neitt um það, því þetta er jú kærasti móður hennar, hún kíkir samt oft til hans í vinnuna og biður um pening og eitthvað svoleiðis eins og unglingar á mótþróaskeiðinu gera. Einn daginn sér Mia auglýsingu um áheyrnaprufur til að komast í einhvern danshóp.
Mia á ekki auðvelt líf í skólanum og hún rífur mikinn kjaft við samnemendur sína og maður sér greinilega að hún á mjög auðvelt með að koma sér í vandræði. Einn daginn þegar hún er að labba framhjá einhverri girðingu þá sér hún hest fyrir innan sem lítur mjög máttvana út, hún fer til hans og lendir í miklum vandræðum þar vegna þess að hún er á svæði einhverra dópista. Hún nær samt að komast burt frá því en þar sem hún missir hátalarana sem voru í veskinu sínu fer hún þangað aftur, þar kynnist hún rólega stráknum í dópistagenginu og verða þau frekar góðir vinir. Mia og kærasti móður hennar sofa síðan saman í einu atriði og eftir það þá hættir hann með móður hennar og stingur af. Mia leitar hann uppi og finnur hann, eftir það kemur twistið í sögunni sem er það að hann á konu og barn. Mia fór í áheyrnaprufuna en dansar ekki í prufunni útaf því að þetta er prufa fyrir súludansmær.
Myndatakan í myndinni er fín. Tónlistin er ágæt og mér finnst leikararnir standa sig ágætlega, fyrir utan móður Miu, hún stóð sig illa. Þessi mynd er svosem ágætis afþreying en frekar fyrirsjáanleg á köflum. Þetta er alls ekki æðisleg mynd, það er allavega hægt að fara að sjá betri myndir en þetta.
Stjörnugjöf: tvær og hálf stjarna af fimm mögulegum
Færslupöntun: Leggið dóm ykkar á fagið!
13 years ago
Varðandi Kelin, þá var skýrt í upphafi að konan var hrifnari af hinum gaurnum (sem drap karlinn hennar). Það gæti verið að þú hafir misst af upphafinu þegar þeir tveir eru að bjóða í konuna, og síðan þegar gaur2 tapar uppboðinu hleypur hún á eftir honum og hann sker hana í handlegginn (svo hún hafi alltaf eitthvað til þess að minnast hans?).
ReplyDeleteSammála því að það var sniðugt að víxla milli acoustic og rafmögnuðu laganna í Neil Young Trunk Show. Tónleikarnir hjá honum eru yfirleitt þannig uppbyggðir að hann tekur eitt sett acoustic, einn á sviðinu, og svo annað sett rafmagnað, með hljómsveit. Ef uppbygging myndarinnar hefði verið eins, hefði það kannski orðið soldið einhæft (3-4 10-15 mínútna lög í röð).
Flott færsla. 9 stig.