Monday, October 26, 2009

Jóhannes

Jóhannes

Jóhannes er mynd eftir leikstjórann Þorstein Gunnar. Myndin fjallar um Jóhannes, augljóslega, sem leikinn er af engum öðrum en Ladda. Laddi keyrir tengdamóður sína út á flugvöll og á leið sinni til baka þá sér hún að það er bíll stopp út í vegarkanti, Jói stoppar og reynir að hjálpa ungu dömunni sem á bílinn, sem leikin er af Unni Birnu, en komst fljótt að því að bíllinn er bensínlaus. Nú er okkar maður pissvotur, eins og var komið svo skemmtilega að orði í myndinni, og ákveður hann nú samt að skutla fegurðardrottningunni heim. Þar bíður hún honum inn til sín og gerir handa honum te og lætur renna í bað, lætur fötin í þurrkara og gefur honum koníak. Jóhannes er rosalega slakur í freyðibaðinu með sitt koníaksglas en þegar allt í einu þá rís honum hold, og hver kemur þá enginn annar en Hnotubrjóturinn, kærasti Unnar. Nú eru góð ráð dýr og hendur Unnur honum út með handklæði um sig miðjan og typpið út í loftið. Nágranni Unnar hringir á lögregluna og kvartar yfir perraskap Jóhannesar. Jóhannes nær að komast burt úr þessum harmleik og alla leið heim til sín. Þaðan fer hann út á flugvöll vegna dólgslæta í gömlu kvendunum og skutlar þeim heim.

Nú liggur leið Jóhannesar í skólann, þar sem hann er myndmenntakennari. Þar lendir hann í áflogum við lítinn strák sem sakar síðan Jóhannes um perraskap við stelpurnar í bekknum. Nú lítur Jóhannes út sem mesti nauðgari okkar samtíma en hvað um það, Hnotubrjóturinn er mættur aftur og reiðari en áður, hann heldur að Jóhannes hafi verið að dúlla sér með sinni heittelskuðu. Brjóturinn finnur Jóa og byrjar nú svaka eltingarleikur, endar hann á slag á milli þeirra þar sem Brjóturinn skallar Jóa með mótorhjólahjálminum sínum og Jói sparkar á móti í typpið á honum og komst undan. Hvað næst spyr maður spyr? Jú, jú, perrinn okkar brýst inn í íbúð þar sem fólk er að ríða og perrast aðeins meira. Löggan mætir á svæðið galvösk og er til alls líkleg. Nú stingur Jóhannes af upp í bústað með rútu frá BSÍ, líklega til að perrast aðeins meira. Hann missir síðan af rútunni í Hvalfirðinum og nær að húkka sér far hjá Stefáni Karli og Porche-inum hans. Stefán Karl leikur dópsala í myndinni og gerir hann það bara fokking vel. Upp í bústað hjá Jóhannes kemur síðan Hnetubrjóturinn og upp hefjast mikið bardagaatriði. Löggan mætir á svæðið, allt að gerast.

Þessi mynd er ekki beint besta mynd sem ég hef séð en það voru nokkrir hlutir sem mér fannst mjög fyndnir. Tökum sem dæmi þegar Stefán Karl og Laddi voru skakkir upp í bústaðnum, mér fannst það frábært. Síðan þegar Laddi var nýkomin út úr húsinu þar sem fólk var að ríða og löggan var þar fyrir utan að tala við Brjótinn, þetta var rosalega skrýtið samtal eins og löggan sagði til dæmis: „Var hann í fötum?“ Fólkið: „Já“, Löggan: „Það er nú frekar skrýtið“ , þetta var frekar dull dæmi, samt fyndið, er ekki viss hvort þetta hafi verið vísvitandi.

Ég get ekki sagt að hugmyndaflugið hafi farið á flug þegar ég var að horfa á þessa mynd. Það var sýnt hvert einasta smáatriði sem mögulega var hægt að sýna, ef við vorum stödd á spítala, þá var sýnt utan á spítalann, ef við vorum á lögreglustöðinni, þá var sýnt utan á stöðina og ef við erum að fara í Hvalfjörð þá var rútan sýnd keyra allan Hvalfjörðinn. Þetta er mjög skrýtið, ég held að ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt áður. Leikararnir voru ekkert frábærir, en það var kannski ekki alveg þeim að kenna, línurnar í handritinu voru ekki alveg það allra besta. Stefán Karl var hinsvegar alveg frábær, hann var afgerandi langbestur. Unnur Birna var alveg mjög slöpp en hún fékk hinsvegar alveg afgerandi langverstu línurnar í myndinni. Hún má samt eiga það að hún er sæt. En annars svosem allt í lagi afþreying þessi mynd, en langt því frá að vera með bestu íslensku myndunum. Ég vil allavega segja það fyrir mitt leyti að ég vil fá að hugsa eitthvað smá þegar ég horfi á kvikmynd, en ég fékk svo sannarlega ekki að gera neitt þvíumlíkt á þessari mynd.


Stjörnugjöf: tvær og hálf stjarna af fimm mögulegum

2 comments:

  1. Fín færsla. 7 stig.

    Ég er að mestu leyti sammála. Góður punktur varðandi of-útskýringar. Skrýtin pæling líka varðandi Hvalfjarðar-montageið: nú er montage yfirleitt notað til þess að sýna einhverja þróun eða framvindu yfir langan tíma (hetjan að koma sér í form fyrir átökin er dæmigert, tilhugalíf sæta parsins áður en babb kemur í bátinn í rómantískri gamanmynd er annað dæmigert), en þetta montage sýndi ekki neitt og gerði ekki neitt nema hægja á myndinni.

    ReplyDelete