Friday, October 9, 2009

Treasure of Sierra Madre

Treasure of Sierra Madre
Ég ákvað að kíkja á eina gamla mynd í morgunsárið og útaf því ég nennti ekki að gera neitt út af þynnku. Myndin sem ég kíkti á var Treasure of Sierra Madre sem er mynd eftir leikstjórann John Huston og kom hún út árið 1948. Myndin fjallar um tvo fátæka menn sem búa í Mexíkó, á hverjum degi þá betla þeir pening frá samlöndum sínum frá Bandaríkjunum til að eiga ofan í sig. Þeir sofa á bekkjum í einhverjum garði þar sem þeir eiga ekki efni á leiga sér herbergi á hóteli. Einn daginn rekst Dobbs (Humphrey Bogart) í einhvern Bandaríkjamann og biður Dobbs hann um að gefa sér pening, þessi Bandaríkjamaður neitar að gefa honum krónu en hann býður honum vinnu í staðinn. Eftir tvær vikur í mikilli erfiðisvinnu þá koma betlararnir í land en fá bara eitthvað smá borgað af því sem þeir áttu í rauninni að fá og maðurinn sem bauð þeim vinnuna stungin af. Þeir Dobbs og Curtin (Tim Holt) ákveða því að leigja bedda á einhverju fátæklingahóteli, þar heyra þeir sögu gamals gullgrafara Howard (Walter Huston) um að það væri mjög líklega mikið af gulli uppi á fjalli ekki svo langt frá þeim. Howard heldur sögunni áfram og segir að gullgrafarar missa oft vitið í leit sinni að gulli og menn verði gráðugir og móðursjúkir þegar búið er að finna gull. Eftir þessa nótt þá finna þeir manninn sem sveik þá og þeir lemja hann og taka af honum peninginn sem hann skuldaði þeim, þeir tóku nákvæmlega það sem maðurinn skuldaði og ekki krónu meira, þótt maðurinn væri með miklu meiri pening á sér. Loksins ákveða Dobbs og Curtin að fá Howard með sér í lið og fara þremenningarnir í gullleit upp á fjall.

Það tekur langan tíma að finna gullið á þessu fjalli og Dobbs og Curtin nánast búnir að gefast upp á þessum leiðangri þegar þeir finna loksins gullið. Eftir því sem líður á myndina þá verða fátæklingarnir, sérstaklega Dobbs, mjög móðursjúkir og missa sig stundum í því að þeir halda að hinir séu að ræna gullpokunum af hvor öðrum. Á þessum tíma í Mexíkó er mikið af Banditum sem fara út um allt og ræna allt og alla, og helst drepa líka alla sem á vegi þeirra verða. Þremenningunum okkar gengur eins og í sögu að safna saman mikið af gulli og eru þeir komnir í góða summu þegar einn Bandaríkjamaður eltir Curtin upp á fjall frá einni borg. Þessi Bandaríkjamaður vill leita af gulli upp á þessu fjalli þar sem þremenningarnir segjast aðeins vera að veiða uppi á fjallinu. Þremenningarnir gera það þá upp við sig að drepa þennan illa mann sem ætlar að reyna að „stela“ gullinu af þeim. Núna ráðast Banditar á þá og þurfa þeir því að slá á frest að myrða þennan illkvita Bandaríkjamann. Í bardaganum vinna fjórmenningarnir en maðurinn sem þeir ætluðu að drepa lætur lífið í bardaganum, þá verða þeir allir miður sín útaf því hann átti kannski ekki skilið að deyja.
----------------------------------------SPOILERS-----------------------------------
Þremenningar ákveða loks að hætta að grafa eftir gulli og halda heim á leið, hver með hluta af gulli upp á 35000 dollara. Á leið sinni heim þá mæta þeir indjánum en indjánarnir vilja ekki bardaga aðeins að Howard lækni ungan dreng sem drukknaði næstum því. Núna erum við bara með tvo menn sem geyma allt gullið og þeir þora ekki að fara að sofa vegna ótta við að hinn ræni öllu gullinu og stingur af. Dobbs er sérsaklega hræddur við þetta og endar þetta á því að Dobbs skýtur Curtin en Curtin deyr samt ekki. Heldur Dobbs þá áfram ferð sinni með allt gullið þegar hann lendir í því að Banditar drepa hann. Banditar eru það heimskir að þeir halda að gullið sé sandur og henda því í jörðina og stappa á pokunum þannig gullið fer út um allt. Þegar Curtin og Howard komast að því gullið er allt horfið þá fara þeir að hlæja mjög mikið vegna þess að þetta er allt einn stór brandari sem Móðir Jörð er að búa til á þá.
----------------------------------SPOILERAR ENDA--------------------------------

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sé þessa mynd og finnst mér hún alveg frábær. Boðskapurinn í myndinni er að maður græðir ekkert á því að vera gráðugur. Ástæðan fyrir því að Curtin er ekkert pirraður yfir því að gullið sé horfið er aðeins út af því að hann er á nákvæmlega sama stað í lífinu og hann var áður en hann var í þessa gullleit, ef þeir hefðu ekki verið svona tortryggnir, gráðugir og móðursjúkir þá hefði hann grætt mjög mikið á þessu ferðalagi. Leikstjórinn John Huston stóð sig mjög vel í þessari mynd á allan hátt, hann fékk Óskarinn fyrir bestu leikstjórn og besta screenplay. Hann gerði líka stórmyndina The Maltese Falcon sem Bogart lék líka í og áttu þeir greinilega gott samband. Ég las samt á netinu að Bogart hefði verið mjög stressaður yfir því að hann mundi missa af einhverjum kappakstri sem hann átti að keppa í og var Bogart því alltaf að ýta í Huston og spurja hvenær tökur á myndinni mundu enda svo hann gæti fengið að fara, þegar hann gerði þetta einu sinni þá tók Huston sig til og tók í nefið á Bogart og sneri því, eftir þetta þá spurði Bogart hann aldrei aftur að þessari spurningu.

Myndatakan er mjög flott í þessari mynd, mikið af fallegri náttúru og close-up af leikurunum, sérstaklega þegar þeir voru hræddir um gullið sitt. Bogart, Walter Huston og Holt stóðu sig allir frábærlega og þeir í rauninni gera þessa mynd að þessu meistarastykki sem þessi mynd er. Walter Huston, sem er pabbi John Huston leikstjórans, fékk Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem gamli, klikkaði gullgrafarinn. Tónlistin passar líka mjög vel í myndina og finnst mér hún frábær. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt meira um þessa mynd annað en það að hún er algjört meistarastykki og mæli ég eindregið með því að allir sem eiga eftir að sjá hana kíkja á hana sem allra fyrst.


Myndband af því þegar Howard er að tala um gullgrafara.

Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum

2 comments:

  1. Það er orðið ansi langt síðan ég sá þessa. Var alveg búinn að gleyma forsögunni. En jú, vissulega frábær mynd.

    Flott færsla. 8 stig. Hefðir mátt sleppa því að gefa upp endann á myndinni.

    ReplyDelete
  2. hehe, já ég fattaði það núna, er samt ennþá að bíða eftir stigagjöfunum í tveimur bloggum

    ReplyDelete