Wednesday, September 23, 2009

Det sjunde inseglet

The Seventh Seal
Det sjunde inseglet eða The Seventh Seal er mynd eftir leikstjórann Ingmar Bergman og kom hún árið 1957. Myndin byrjar á því að tveir krossfarar eru sofandi á ströndinni. Þegar þeir vakna þá sér annar krossfarinn, Antonius Block, Dauðann og ákveður að fara og spila skák við hann. Eftir að við sjáum Dauðann og Antonius spila skák þá er skipt yfir á heimili þriggja leikara, þau búa reyndar í tjaldi. Þegar einn leikarinn vaknar þá þykist hann sjá Heilaga Maríu, hann segir konu sinni frá þessu en hún segir honum bara að hætta að búa til sögur. Við fylgjum síðan áfram sögu krossfaranna sem fara í kirkju til að gera játningu, þegar Antonius fer að játa þá er Dauðinn hinum megin og hlustar á hvernig Antonius hafði hugsað sér að vinna skákina. Það er plága, svarti dauði, að fara yfir heiminn og allir eru hræddir við að smitast. Allir sem smitast af plágunni eru brenndir til þess að fleira fólk smitist ekki. Eftir eina leiksýningu þá fer annar leikarinn með konu í burtu, þessi kona átti eiginmann og hann fer að leita hennar. Eiginmaðurinn fer á ber þar sem hinn leikarinn er, eiginmaðurinn fer að spyrja hann spjörunum úr, hann ætlar að drepa leikarann fyrir að segja honum ekki hvar eiginkona hans er. Þá kemur annar krossfarinn inn og hjálpar leikaranum, þar hittast þessar persónur í fyrsta skipti og við getum farið að fylgja þessum persónum saman. Núna þegar þessi litskrúðugi hópur er saman þá fer Antonius að finnast mjög vænt um leikarahjónin og barnið þeirra. Hann verður mjög hræddur um þau þegar Dauðinn minnist á þau þegar þeir halda áfram skák sinni. Eiginmaður konunnar sem stakk af með leikaranum slæst í lið með þessum litskrúðuga hóp og á leið sinni þá hitta þau leikarann og konuna sem hann stakk af með. Þarna er mjög skemmtilegt atriði þar sem konan biður manninn sinn um að drepa leikarann, þá ákveður hann að rugla þau í ríminu og þykist drepa sig sjálfur, síðan felur hann sig upp í tré og heldur að enginn getur fundið sig en það gerir Dauðinn sem byrjar að saga niður tréð. Dauðinn segir honum að núna sé tíminn hans runninn upp og hann drepur hann útaf af fallinu úr trénu, mjög fyndið atriði. Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni því það verðiði að sjá sjálf.

Myndatakan í myndinni er mjög vel valin að mínu mati, hún nær að grípa mann með sér í myndina. Það er mjög mikið af fallegu umhverfi og það lítur allt mjög vel út, öll sviðsmynd og staðsetningar fyrir senur eru tipp topp í þessari mynd, búningarnir líka fyrir utan búning Dauðans sem mér finnst ekki trúverðugur. Líka mjög flott sjónarhorn í nokkrum atriðum.

Handritið í þessari mynd er alveg fáranlega gott, margar heimspekilegar pælingar og skemmtilega orðuð samtöl. Mér finnst líka söguþráðurinn út myndina mjög skemmtilegur, hvernig allt tvinnast saman og allt svona eiginlega bara smellur í einn góðan söguþráð.


Það er mikið talað í myndinni um Jesú Krist, Guð, Dauðann og margt af því er mjög áhugavert. Það sem mér fannst kannski áhugaverðast var þegar Antonius var að tala við Dauðann í skriftaherberginu og fer að efast um afhverju maður ætti að trúa á Guð þegar hann felur sig uppi á himninum og gerir hluti hálfshugar og hálfkraftaverk sem maður veit ekki einu sinni hvort hann gerði þau sjálfur eða hvort þau voru bara tilviljun. Antonius á líka skemmtilegt samtal við konu sem verið er að fara að brenna útaf plágunni. Hann spyr hana hvort hún hafi séð Djöfulinn, hún spyr afhverju og hann svarar að hann vilji spyrja hann um Guð, hún byrjar að tala um að Djöfullinn sé alltaf með henni og ekkert getur sært hana þar sem hann passar upp á hana, hún er samt hrædd við hana.

Tónlistin í myndinni er frábær, drungaleg tónlist þegar farið er að brenna fólk sem smitað er af plágunni, glaðleg tónlist þegar leikararnir eru með leiksýningu, tónlistin bara passar vel inn allstaðar í myndinni.

Þetta er sænsk mynd og það er fátt skemmtilegra en að hlusta á þessar frábæru manneskjur vera reiðir, það er bara vandræðalegt þar sem sænska er svo upplífgandi og syngjandi tungumál. Maður bara getur ekki tekið Svía alvarlega, en þrátt fyrir það þá mega Svíar eiga það að þessi mynd er mjög góð.

Stjörnugjöf: fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum


Dauðinn og Antonius Block hittast í fyrsta skiptið

1 comment:

  1. Sammála, alveg frábær mynd.

    Hefurðu einhvern tímann pælt í því að kannski sé verið að gefa í skyn að plágan komi með riddaranum...

    9 stig.

    ReplyDelete