Búrma VJ
Búrma VJ er heimildamynd eftir leikstjórann Anders Østergaard. Í Búrma er mjög hörð ríkisstjórn sem notar herinn óspart. Herinn gerir rosalega slæma hluti við fólkið í landinu og það er mjög erfitt að komast inn og út úr landinu. Myndin fjallar um hóp fréttahóps sem kallar sig Democratic Voice of Burma, þessi hópur tekur upp og sendir út úr landinu upptökur af því hvernig farið er með fólkið í landinu. DVB lifir í hættulegum heimi útaf því að ef herinn sér að þeir séu að taka upp eitthvað efni þá annaðhvort verða þeir skotnir á staðnum eða sendir í fangelsi, þannig þeir eru að leggja á sig mikla hættu til að koma upplýsingum út úr landinu hvernig ástandið er í þessu hræðilega landi. Myndefnið í myndinni er allt tekið upp á litlar handmyndavélar af DVB. Árið 1988 gerðu stúdentar uppreisn gegn ríkisstjórninni og báðu um betra líf en ríkisstjórnin svaraði þeim með því að drepa 3000 stúdenta. Enginn í landinu hefur þorað að gera neitt síðan af ótta við að vera drepin. En núna byrjar DVB uppreisnina með því að senda út myndefnið af hernum lemja borgarbúa villt og galið. Uppreisnin byrjar ekkert svakalega vel vegna þess að herinn mætir á svæðið og lemur fólkið til óbóta. Ríkisstjórnin setur reglur á, til dæmis að enginn má fara út úr þessu á milli 9 á kvöldin til 5 á morgnana og að fólk megi ekki safnast meira en 5 saman. Þessi mynd er með einhvers konar sögumann sem kallar sig Joshua og er hann í DVB hópnum. Joshua lendir í því að herinn sá hann taka upp með myndavélinni sinni og taka hann til yfirheyrslu, honum er á einhvern undraverðan hátt sleppt, Joshua heldur að það sé vegna þess að herinn ætli að elta hann og uppræta samtökin hans, hann flýr því yfir til Tælands.
Það er nánast búið að berja uppreisnina niður þegar munkarnir í landinu ákveða að taka þátt í mótmælunum. Þeir safnast saman nokkrir tugir munkar og smám saman safnast meira og meira fólk við þeirra uppreisn og núna er ríkisstjórnin hrædd. Herinn þorir ekkert að gera við munkana þar sem trú þeirra segir til um að það megi ekki lemja nokkra manneskju og herinn vill ekki að það fréttist út fyrir landið ef þeir gera eitthvað við munka. En núna verður ríkisstjórnin mjög hrædd vegna þess hversu mikið af fólki munkarnir hafa safnað. Loks ræðst herinn til atlögu gegn munkunum og taka nánast alla munkana í gíslingu og þar með er uppreisnin bæld niður. Við fáum aldrei að vita hvað varð um alla munkana en það finnst samt einn dauður munkur fljótandi í vatni rétt fyrir utan borgina Rangoon, þetta kemst í heimsfréttirnar. Þrátt fyrir að þessi uppreisn hafi verið bæld niður þá ætlar DVB að halda áfram að taka upp herinn lemda landsmenn og síðan senda út úr landi, í þeirri von að einhver lönd komi og aðstoði fólkið í landinu gegn þessari herskæðu ríkisstjórn.
Búrma VJ er mjög átakanleg mynd og maður getur ekki ímyndað sér skelfinguna og hræðsluna sem fólkið í landinu finnur til. Ég fór á þessa mynd í Hafnarhúsinu, salurinn var mjög kaldur og ég fékk einhvern veginn þá tilfinningu að ég væri í fangelsi að horfa á þessa mynd. Mjög óþægileg sæti og það var allt hvítt í salnum, ekki besti bíósalur að mínu mati en það passaði kannski vel inn í myndina að þurfa að líða svona illa á meðan þessi mynd var í gangi. Þrátt fyrir að það sé mjög erfitt fyrir DVB að taka myndefnið upp þá finnst mér myndefnið sem þeir ná bara fáranlega gott og þeim tekst mjög vel að koma til skila hryllingnum sem er í gangi þarna. Eini gallinn sem ég sá við myndina var myndefnið sem var ekki tekið upp á litlu handmyndavélarnar heldur stóru og flottu myndavélirnar af Joshua í Tælandi, það finnst mér of leikið og í rauninni ekkert í takt við það sem er að gerast í myndinni. En annars þá bara mjög góð mynd sem grípur áhorfandann með sér og tilgangurinn í myndinni kemst vel til skila.
Stjörnugjöf: fjórar stjörnur af fimm mögulegum
Trailerinn fyrir Burma VJ.
One Flew Over the Cuckoo's Nest
One Flew Over the Cuckoo's Nest er mynd eftir leikstjórann Milos Forman og kom hún út árið 1975. Myndin snýst um manninn R.P. McMurphy, leikinn af Jack Nicholson, sem er sendur á geðveikrahæli þrátt fyrir að hann lítur hvorki út eins og geðsjúklingur né hagar sér eins og slíkur. Á geðveikrahælinu þarf hann á mæta á svona endurhæfingar fundi þar sem hjúkrunarkonan spyr alla geðsjúku mennina spjörunum út. Þeir verða svolítið reiðir oft þar sem hjúkkan er oftar en ekki algjör tussa, mig langaði allavega oft að ráðast á hana og ég efast ekki um að McMurphy hafi líka oft langað til þess. McMurphy er uppreisnarseggur og honum finnst fátt skemmtilegra en að gera eitthvað sem stjórnvöldunum líkar ekki við eins og að espa alla upp eða fara með hina geðsjúklingana í rútuferð og svo siglingu eftir að hafa laumað sér út úr stofnuninni. Jack Nicholson er nánast fæddur í þetta hlutverk, en manni finnst það kannski um öll hlutverk sem hann tekur sér fyrir hendur. Hinir geðsjúklingarnir á stofnuninni líkar mjög vel við hann, þar sem hann fer sínar eigin leiðir í lífinu og hann er nánast alltaf góður við hann. Hann kann að nýta sér veikleika annarra og galla þeirra. Hann vinnur til dæmis allar sígaretturnar af þeim öllum í fjárhættuspilum. Hann hættir ekki því sem hann tekur sér fyrir hendur. McMurphy finnst vistin á geðsjúkrahælinu ekki svo slæm þangað til hann fréttir af því að hann getur ekki farið af því hvenær sem hann vill. Hann verður líka mjög pirraður út í hina að hafa ekki sagt honum frá þessu því þá hefði hann ekki hagað sér jafn illa. Yfirvöldunum á hælinu líkar ekki vel við hann og hugsa um að senda hann einhvert annað þar sem þeir telja hann ekki vera geðveikan, en hjúkkan vill ekki senda hann í burtu, ég held að það hafi verið útaf því hún vilji kenna honum almennilega lexíu. Nú vill McMurphy komast útaf hælinu og hefur sínar uppreisnarhugmyndir hvernig hann ætli að fara að því að gera það, það sem hann gerir á eftir að valda slæmum afleiðingum sem þið sjáið þegar þið horfið á myndina.
Mér finnst leikstjórnin frábær í þessari mynd og ég sé mjög mikið eftir því að hafa misst af Q&A með honum. Það er allt frábært við þessa mynd, byrjum bara á byrjuninni, myndatökunni. Myndatakan er fáranlega góð, mörg flott close-up skot og líka mjög góð víðskot. Leikararnir eru allir frábærir og ná sínum karakter fáranlega vel, ég fylltist allavega aldrei efasemdaröddum um að þessir menn væru ekki geðveikir. Þeir hafa allir sinn geðkvilla sem hver og einn af þeim nær að fullkomna. Jack Nicholson á samt langbestu frammistöðuna í myndinni að mínu mati. Hann nær þessum uppreisnarkarakter alveg fáranlega vel. Þótt hann geti sjálfum sér kennt fyrir hvað gerist fyrir hann í myndinni þá finnur maður mikla samúð með honum og maður veit einhvern veginn að hann vill ekki neinum þannig séð illt. Mér finnst líka tónlistin mjög góð. Ég get ekki fundið einn einasta galla á þessari mynd, handritið, lýsingin, myndatakan, leikararnir, leikstjórnin og tónlistin alveg tipp topp í þessari mynd. Það sem mér fannst líka koma skemmtilega á óvart var endirinn, ég gat allavega ekki séð hann fyrir og það er alltaf plús þegar myndir eru ekki fyrirsjáanlegar.
Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum (þessi mynd kom alveg til greina þegar ég gerði topplistann minn)
Hérna sjáið þið hversu mikil tussa hjúkrunarkonan er og hversu mikil geðveiki ríkir oft á hælinu.
Hefði viljað sjá Burma VJ.
ReplyDeleteSammála því að One Flew Over the Cuckoo's Nest er alveg frábær. Það var orðið soldið langt síða ég sá hana, og ég var búinn að gelyma heilum helling.
9 stig.