Jæja ég ákvað að kíkja á RIFF og fyrsta myndin sem ég sá var mynd sem heitir Born Without. Ég hafði engar væntingar og ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara að sjá.

Mér fannst myndatakan bara fín, hún sýnir hvernig ástandið er í kringum hann og mér finnst það eiginlega kostur að myndin er ekki widescreen eða í fáranlega góðum gæðum, það passar bara ágætlega vel inn í viðfangsefni myndarinnar. Hljóðvinnslan er kannski ekkert sú allra besta en ég meina hey, þetta er bara low budget mynd og bara fínasta afþreying.
Ef þið haldið að þetta sé hin týpíska heimildamynd þar sem fátt markvert gerist þá skjátlast ykkur hrapalega, því þessi mynd hefur eitt mesta twist kvikmyndasögunnar. Ég ætla ekki að uppljóstra því, því annars er það varla þess virði að sjá þessa mynd (þótt hún sé alveg áhugaverð og allt það). ÞIÐ VERÐIÐ BARA AÐ SJÁ ÞESSA MYND, HÚN KEMUR FÁRANLEGA MIKIÐ Á ÓVART.
Stjörnugjöf:
þrjár stjörnur af fimm mögulegum (fyrir eitt mesta twist í kvikmyndasögunni)
Hahahahaha, vel orðað
ReplyDelete3 stig.
ReplyDelete