District 9
District 9 er kvikmynd eftir leikstjórann Neil Blomkamp og hún er í bíó núna eins og flestir vita kannski. Ég ákvað allavega að skella mér á hana, ég var ekki alveg viss hverju ég átti von á þar sem þeirsem höfðu séð hana sögðu að hún hefði verið allt öðruvísi en þeir bjuggust við. En allavega myndin snýst um að fyrirtæki sem kallar sig MNU Alien Affairs ætlar að flytja geimverur sem hafa haldið sig á svæðinu District 9 í kringum 20 ár yfir á annað svæði sem er lengra í burtu frá Johannesburg. Fólkið í Johannesburg er ekki sátt með að geimverurnar séu þarna og vilja koma þeim í burtu frá borginni þeirra. Sá sem er látinn stjórna þessari brottför geimveranna er maður að nafni Wikus, hann er tengdasonur yfirmanns fyrirtækisins. Það gengur svona upp og niður útaf því sumar af geimverunum langar bara ekkert að fara í burtu frá þessu svæði. Þegar hann er að labba á milli íbúða og láta geimverurnar skrifa undir plagg þá smitast hann af einhverju eitri og eftir það er DNA-ið hans blandað á milli manns og geimveru. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að mannkynið hefur ekki ennþá getað notað vopn geimveranna en núna þegar það er kominn maður sem er líka geimvera þá ætti að vera hægt að búa til rosalega öflug vopn fyrir mannkynið. Hann nær samt að flýja í burtu frá rannsóknarstofu og ákveður að fela sig á District 9, þar sem geimverurnar búa. Þar er ein geimvera sem hjálpar honum en í staðinn þarf Wikus að gera greiða í staðinn. Núna byrjar heljarinnar eltingarleikur á milli Wikus og nánast allra.
Þegar ég sá í fyrsta skiptið trailerinn af þessari mynd hugsaði ég strax Independence day eða einhverja álíka mynd, en þessi mynd er svo sannarlega ekki nálægt því að vera eins og hún. Þetta er allt annar handleggur. Það er greinilega að vera að prófa eitthvað nýtt með þessari mynd. Hún er gerð í einhvers konar heimildarmyndarstíl sem er by the way frekar djörf og vægast sagt góð pæling að mínu mati, það er verið að taka áhættu. Áhættan skilaði sér fullkomnlega fannst mér, þetta er æðisleg pæling á bakvið svona geimverumynd, við erum hvort sem er búin að sjá þetta allt. Við höfum séð bardaga á milli geimvera og manns á jörðinni í Independence day, við höfum séð bardaga á öðrum plánetum, en núna loksins kemur einhver fersk hugmynd inn í þessar geimverumyndir.
Sá sem leikur Wikus Van De Merwe heitir Shartlo Copley, þetta er nánast fyrsta myndin hans, allavega fyrsta myndin sem verður fræg með honum í hlutverki. Mér finnst hann standa sig frábærlega í þessari mynd. Hann er smá klunni og kjáni í byrjun myndarinnar og ég hugsaði afhverju í andskotanum fékk hann að vera höfuðpaurinn í því að færa geimverurnar á annað svæði, ætti ekki einhver harðari týpa að sjá um þetta. En eftir að hann smitast þá fer hann í svokallað „hæfustu lifa af“ mode og er bara mothafucking harður. Þetta er svolítið brutal mynd og maður sér svosem handbragð Peter Jacksons á þessari mynd, allt blóðið sem skvettist á myndavélarnar og karakterinn Wikus minnir mig svolítið á aðalhlutverkið úr splattermyndinni hans Braindead.
Þessi mynd hefur eiginlega allt sem maður vill, skemmtun, hasar, hraði, flott myndataka, góða tónlist, góðan söguþráð og auðvitað ástina sem ríkir í myndinni á milli aðalsöguhetjunnar okkar og konu hans. Öll umgjörð í þessari mynd er fyrsta flokks og ég gæti alveg trúað því að þetta væri að gerast í heiminum í dag.
Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum (fyrir að þora og klára það með stíl)
Geimverurnar komnar
Ég var einmitt að horfa á þessa áðan. Alveg bráðskemmtilegt og margt mjög flott. Sammála því að hún hefði líkast til ekki verið eins góð ef ekki hefði verið fyrir heimildamyndafílinginn á köflum. Reyndar spurning hvort það sé stílbrot eða bara fullkomlega eðlilegt að vera með fullt af senum sem eru ekki í þessum heimildamyndastíl.
ReplyDelete7 stig.