Kelin er mynd eftir leikstjórann Ermek Tursunov. Þessi mynd fjallar í

Jájá, ég veit, þetta er mjög skrýtið, en ég ætla að halda áfram. Móður fyrsta mannsins hennar er í rauninni galdrakona. Þegar konan verður ólétt og ætlar að hlaupa á brott með morðingjanum þá fer litli strákurinn og reynir að drepa þennan mann en mistekst það og verður drepin, þetta fannst konunni mjög leiðinlegt þar sem hún hafði örugglega hugsað sér um að sofa hjá litla stráknum aftur. Þá kemur galdrakonan á vettfang og lætur snjóflóð byrja og drepur snjóflóðið þennan illa mann, sem er samt miklu betri í rúminu en litli strákurinn. Konan lifir af og fer í tjaldið þar sem illa galdrakonan heldur sig, galdrakonan byrjar þá að kyrkja hana en hættir við að drepa hana, örugglega útaf því að hún er ólétt. Eftir þetta sofnaði ég en ég heyrði að endirinn hefði verið þannig að galdrakonan lætur konuna fá galdrastafinn sinn og myndin endað á því að úlfarnir og galdrakonan spangóla.

Söguþráðurinn í þessari mynd er líklega sá allra skrýtnasti í sögu mannkynsins en myndin má samt eiga það að myndatakan er mjög, sem betur fer í rauninni því annars hefði þetta verið ein skelfileg mynd. Það er mjög steikt að einu hljóðin sem við heyrum í myndinni eru stunur og öskur, en ég meina sumt fólk er bara skrýtið.
Stjörnugjöf: ein og hálf stjarna af fimm mögulegum (fyrir myndatökuna)
Neil Young Trunk Show
Neil Young Trunk Show er heimilda/tónleikamynd um tónlistarmanninn Neil Young.

Neil Young fæddist árið 1945 og er hann því í kringum 64 ára þegar þessi tónleikaröð á sér stað. Þrátt fyrir frekar háan aldur þá gefur hann ekkert eftir í miklu lífi á sviðinu og hann kann svo sannarlega að fá allan áhorfendasalinn með sér. Hann hefur verið í hljómsveitum á borð Buffalo Springfield, Crazy Horse og CSNY, CSNY er Crosby, Stills, Nash & Young. Hann gefur allt sem hann getur í textana í lögunum sínum og finnst mér það besta við Neil Young. Myndatakan í þessari mynd er bara frekar basic tónleikamyndataka. Klippingin á milli tónlistaratriða er mjög flott, ég fílaði alla mjög mikið að fá smá hlé á milli löngu laganna með einu stuttu og góðu lagi þegar hann er einn á sviði. Tónlistin í myndinni er náttúrulega frábær og öll hljóðupptöku er eins og það gerist best.

Ef þið hafið ekki hlustað á Neil Young þá mæli ég eindregið með því að fara að gera það eða bara horfa á þessa mynd því hún er frábær fyrir alla tónlistarunnendur.
Þetta er myndband af Neil Young flytja lagið Old Man árið 1971, uppáhaldslagið mitt með honum.
Stjörnugjöf: fjórar stjörnur af fimm mögulegum
Fishtank
Fishtank er mynd eftir leikstjórann Andrea Arnold. Myndin fjallar um unga stúlku sem heitir

Mia á ekki auðvelt líf í skólanum og hún rífur mikinn kjaft við samnemendur sína og maður sér greinilega að hún á mjög auðvelt með að koma sér í vandræði. Einn daginn þegar hún er að labba framhjá einhverri girðingu þá sér hún hest fyrir innan sem lítur mjög máttvana út, hún fer til hans og lendir í miklum vandræðum þar vegna þess að hún er á svæði einhverra dópista. Hún nær samt að komast burt frá því en þar sem hún missir hátalarana sem voru í veskinu sínu fer hún þangað aftur, þar kynnist hún rólega stráknum í dópistagenginu og verða þau frekar góðir vinir. Mia og kærasti móður hennar sofa síðan saman í einu atriði og eftir það þá hættir hann með móður hennar og stingur af. Mia leitar hann uppi og finnur hann, eftir það kemur twistið í sögunni sem er það að hann á konu og barn. Mia fór í áheyrnaprufuna en dansar ekki í prufunni útaf því að þetta er prufa fyrir súludansmær.

Myndatakan í myndinni er fín. Tónlistin er ágæt og mér finnst leikararnir standa sig ágætlega, fyrir utan móður Miu, hún stóð sig illa. Þessi mynd er svosem ágætis afþreying en frekar fyrirsjáanleg á köflum. Þetta er alls ekki æðisleg mynd, það er allavega hægt að fara að sjá betri myndir en þetta.
Stjörnugjöf: tvær og hálf stjarna af fimm mögulegum