Wednesday, September 30, 2009

RIFF - Þrjár myndir

Kelin
Kelin er mynd eftir leikstjórann Ermek Tursunov. Þessi mynd fjallar í rauninni um konu sem er mjög lauslát. Hún giftist manni og fer síðan með honum heim og býr með móður hans, bróður og honum. Það er ekkert talað í þessari mynd sem er góð pæling en mér finnst að það hefði verið hægt að sleppa því í þessari mynd. Einu hljóðin sem við heyrum í myndinni eru stunurnar í lauslátu konunni okkar. Konan og maður hennar ríða í tjaldinu sem þau öll búa í á meðan litli bróður hans rúnkar sér yfir stununum í konunni og einhver geit horfir á hann. Eftir að maðurinn hennar er drepinn af öðrum karlmanni þá sefur konan hjá litla bróður hans, litli strákurinn er mjög fljótur að fá það og við fáum engar stunur frá henni í þessu atriði, því miður. Útaf því hve lélegur litli strákurinn var í rúminu þá sefur hún hjá manninum sem drap hinn manninn, á meðan þetta er að gerast þá ríður litli strákurinn geit út í einhverjum kofa.

Jájá, ég veit, þetta er mjög skrýtið, en ég ætla að halda áfram. Móður fyrsta mannsins hennar er í rauninni galdrakona. Þegar konan verður ólétt og ætlar að hlaupa á brott með morðingjanum þá fer litli strákurinn og reynir að drepa þennan mann en mistekst það og verður drepin, þetta fannst konunni mjög leiðinlegt þar sem hún hafði örugglega hugsað sér um að sofa hjá litla stráknum aftur. Þá kemur galdrakonan á vettfang og lætur snjóflóð byrja og drepur snjóflóðið þennan illa mann, sem er samt miklu betri í rúminu en litli strákurinn. Konan lifir af og fer í tjaldið þar sem illa galdrakonan heldur sig, galdrakonan byrjar þá að kyrkja hana en hættir við að drepa hana, örugglega útaf því að hún er ólétt. Eftir þetta sofnaði ég en ég heyrði að endirinn hefði verið þannig að galdrakonan lætur konuna fá galdrastafinn sinn og myndin endað á því að úlfarnir og galdrakonan spangóla.


Söguþráðurinn í þessari mynd er líklega sá allra skrýtnasti í sögu mannkynsins en myndin má samt eiga það að myndatakan er mjög, sem betur fer í rauninni því annars hefði þetta verið ein skelfileg mynd. Það er mjög steikt að einu hljóðin sem við heyrum í myndinni eru stunur og öskur, en ég meina sumt fólk er bara skrýtið.

Stjörnugjöf: ein og hálf stjarna af fimm mögulegum (fyrir myndatökuna)


Neil Young Trunk Show
Neil Young Trunk Show er heimilda/tónleikamynd um tónlistarmanninn Neil Young. Persónulega finnst mér Neil Young vera æðislegur tónlistarmaður og ég fíla mjög mikið af lögum eftir hann. Við fáum að sjá upptökur af honum á tónleikaferðalagi. Myndin skiptir alltaf á milli þess að hann er einn á sviðinu með gítar og munnhörpu að syngja, síðan hann á tónleikum með hljómsveit og loks þegar hann er í góðgerðavinnu. Þegar hann er einn á sviðinu þá syngur hann lög sem eru öll mjög hugljúf og grípur áhorfendann með sér. Þegar hann spilar og syngur með hljómsveitinni þá fáum við hinsvegar að sjá aðra hlið af honum, þar er hann að missa sig í góðum gítarsólóum og lifir sig fáranlega mikið inn í tónlistina. Gítarsólóin hans eru öll mjög löng og áhrifarík og ég fékk aldrei leið á sólóunum hans, þótt eitt hafi til dæmis verið alveg gott korter.

Neil Young fæddist árið 1945 og er hann því í kringum 64 ára þegar þessi tónleikaröð á sér stað. Þrátt fyrir frekar háan aldur þá gefur hann ekkert eftir í miklu lífi á sviðinu og hann kann svo sannarlega að fá allan áhorfendasalinn með sér. Hann hefur verið í hljómsveitum á borð Buffalo Springfield, Crazy Horse og CSNY, CSNY er Crosby, Stills, Nash & Young. Hann gefur allt sem hann getur í textana í lögunum sínum og finnst mér það besta við Neil Young. Myndatakan í þessari mynd er bara frekar basic tónleikamyndataka. Klippingin á milli tónlistaratriða er mjög flott, ég fílaði alla mjög mikið að fá smá hlé á milli löngu laganna með einu stuttu og góðu lagi þegar hann er einn á sviði. Tónlistin í myndinni er náttúrulega frábær og öll hljóðupptöku er eins og það gerist best.


Ef þið hafið ekki hlustað á Neil Young þá mæli ég eindregið með því að fara að gera það eða bara horfa á þessa mynd því hún er frábær fyrir alla tónlistarunnendur.


Þetta er myndband af Neil Young flytja lagið Old Man árið 1971, uppáhaldslagið mitt með honum.
Stjörnugjöf: fjórar stjörnur af fimm mögulegum


Fishtank
Fishtank er mynd eftir leikstjórann Andrea Arnold. Myndin fjallar um unga stúlku sem heitir Mia. Mia býr með móður sinni og systur. Mia á sér draum um að verða RNB dansari og dansar hún mjög mikið í myndinni en hún vill ekki í fyrstu sýna neinum hvernig hún dansar eða hversu góð hún er. Móður Miu heldur að hún sé ennþá unglingur og hagar sér eftir því, hún er dramadrottning og fer mjög auðveldlega í fýlu. Mia er aftur á móti á mótþróaskeiðinu og því kemur það ekkert á óvart að sambandið á milli þeirra tveggja er frekar stirt. Þessi mynd gerist í Bretlandi og ég veit ekki alveg hvernig lífið er á Bretlandi en ég ætla rétt svo að vona að stelpur eins og litla systir Miu sé ekki byrjaðar að blóta jafn grimmt og hún gerir í myndinni í alvörunni, breski hreimurinn er samt æðislegur. Móður Miu er að sofa hjá manni sem er frekar góðhjartaður eins og kemur eiginlega fram strax í upphafi myndarinnar. Hann vill endilega að Mia reyni fyrir sér af alvöru með dansinn og eftir því sem það líður meira þá verður Mia hrifnari af þessum manni. Hún vill náttúrulega ekki segja neitt um það, því þetta er jú kærasti móður hennar, hún kíkir samt oft til hans í vinnuna og biður um pening og eitthvað svoleiðis eins og unglingar á mótþróaskeiðinu gera. Einn daginn sér Mia auglýsingu um áheyrnaprufur til að komast í einhvern danshóp.

Mia á ekki auðvelt líf í skólanum og hún rífur mikinn kjaft við samnemendur sína og maður sér greinilega að hún á mjög auðvelt með að koma sér í vandræði. Einn daginn þegar hún er að labba framhjá einhverri girðingu þá sér hún hest fyrir innan sem lítur mjög máttvana út, hún fer til hans og lendir í miklum vandræðum þar vegna þess að hún er á svæði einhverra dópista. Hún nær samt að komast burt frá því en þar sem hún missir hátalarana sem voru í veskinu sínu fer hún þangað aftur, þar kynnist hún rólega stráknum í dópistagenginu og verða þau frekar góðir vinir. Mia og kærasti móður hennar sofa síðan saman í einu atriði og eftir það þá hættir hann með móður hennar og stingur af. Mia leitar hann uppi og finnur hann, eftir það kemur twistið í sögunni sem er það að hann á konu og barn. Mia fór í áheyrnaprufuna en dansar ekki í prufunni útaf því að þetta er prufa fyrir súludansmær.


Myndatakan í myndinni er fín. Tónlistin er ágæt og mér finnst leikararnir standa sig ágætlega, fyrir utan móður Miu, hún stóð sig illa. Þessi mynd er svosem ágætis afþreying en frekar fyrirsjáanleg á köflum. Þetta er alls ekki æðisleg mynd, það er allavega hægt að fara að sjá betri myndir en þetta.


Stjörnugjöf: tvær og hálf stjarna af fimm mögulegum

Wednesday, September 23, 2009

District 9 - Varist SPOILERA!

District 9

District 9 er kvikmynd eftir leikstjórann Neil Blomkamp og hún er í bíó núna eins og flestir vita kannski. Ég ákvað allavega að skella mér á hana, ég var ekki alveg viss hverju ég átti von á þar sem þeirsem höfðu séð hana sögðu að hún hefði verið allt öðruvísi en þeir bjuggust við. En allavega myndin snýst um að fyrirtæki sem kallar sig MNU Alien Affairs ætlar að flytja geimverur sem hafa haldið sig á svæðinu District 9 í kringum 20 ár yfir á annað svæði sem er lengra í burtu frá Johannesburg. Fólkið í Johannesburg er ekki sátt með að geimverurnar séu þarna og vilja koma þeim í burtu frá borginni þeirra. Sá sem er látinn stjórna þessari brottför geimveranna er maður að nafni Wikus, hann er tengdasonur yfirmanns fyrirtækisins. Það gengur svona upp og niður útaf því sumar af geimverunum langar bara ekkert að fara í burtu frá þessu svæði. Þegar hann er að labba á milli íbúða og láta geimverurnar skrifa undir plagg þá smitast hann af einhverju eitri og eftir það er DNA-ið hans blandað á milli manns og geimveru. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að mannkynið hefur ekki ennþá getað notað vopn geimveranna en núna þegar það er kominn maður sem er líka geimvera þá ætti að vera hægt að búa til rosalega öflug vopn fyrir mannkynið. Hann nær samt að flýja í burtu frá rannsóknarstofu og ákveður að fela sig á District 9, þar sem geimverurnar búa. Þar er ein geimvera sem hjálpar honum en í staðinn þarf Wikus að gera greiða í staðinn. Núna byrjar heljarinnar eltingarleikur á milli Wikus og nánast allra.


Þegar ég sá í fyrsta skiptið trailerinn af þessari mynd hugsaði ég strax Independence day eða einhverja álíka mynd, en þessi mynd er svo sannarlega ekki nálægt því að vera eins og hún. Þetta er allt annar handleggur. Það er greinilega að vera að prófa eitthvað nýtt með þessari mynd. Hún er gerð í einhvers konar heimildarmyndarstíl sem er by the way frekar djörf og vægast sagt góð pæling að mínu mati, það er verið að taka áhættu. Áhættan skilaði sér fullkomnlega fannst mér, þetta er æðisleg pæling á bakvið svona geimverumynd, við erum hvort sem er búin að sjá þetta allt. Við höfum séð bardaga á milli geimvera og manns á jörðinni í Independence day, við höfum séð bardaga á öðrum plánetum, en núna loksins kemur einhver fersk hugmynd inn í þessar geimverumyndir.


Sá sem leikur Wikus Van De Merwe heitir Shartlo Copley, þetta er nánast fyrsta myndin hans, allavega fyrsta myndin sem verður fræg með honum í hlutverki. Mér finnst hann standa sig frábærlega í þessari mynd. Hann er smá klunni og kjáni í byrjun myndarinnar og ég hugsaði afhverju í andskotanum fékk hann að vera höfuðpaurinn í því að færa geimverurnar á annað svæði, ætti ekki einhver harðari týpa að sjá um þetta. En eftir að hann smitast þá fer hann í svokallað „hæfustu lifa af“ mode og er bara mothafucking harður. Þetta er svolítið brutal mynd og maður sér svosem handbragð Peter Jacksons á þessari mynd, allt blóðið sem skvettist á myndavélarnar og karakterinn Wikus minnir mig svolítið á aðalhlutverkið úr splattermyndinni hans Braindead.

Þessi mynd hefur eiginlega allt sem maður vill, skemmtun, hasar, hraði, flott myndataka, góða tónlist, góðan söguþráð og auðvitað ástina sem ríkir í myndinni á milli aðalsöguhetjunnar okkar og konu hans. Öll umgjörð í þessari mynd er fyrsta flokks og ég gæti alveg trúað því að þetta væri að gerast í heiminum í dag.


Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum (fyrir að þora og klára það með stíl)


Geimverurnar komnar

Det sjunde inseglet

The Seventh Seal
Det sjunde inseglet eða The Seventh Seal er mynd eftir leikstjórann Ingmar Bergman og kom hún árið 1957. Myndin byrjar á því að tveir krossfarar eru sofandi á ströndinni. Þegar þeir vakna þá sér annar krossfarinn, Antonius Block, Dauðann og ákveður að fara og spila skák við hann. Eftir að við sjáum Dauðann og Antonius spila skák þá er skipt yfir á heimili þriggja leikara, þau búa reyndar í tjaldi. Þegar einn leikarinn vaknar þá þykist hann sjá Heilaga Maríu, hann segir konu sinni frá þessu en hún segir honum bara að hætta að búa til sögur. Við fylgjum síðan áfram sögu krossfaranna sem fara í kirkju til að gera játningu, þegar Antonius fer að játa þá er Dauðinn hinum megin og hlustar á hvernig Antonius hafði hugsað sér að vinna skákina. Það er plága, svarti dauði, að fara yfir heiminn og allir eru hræddir við að smitast. Allir sem smitast af plágunni eru brenndir til þess að fleira fólk smitist ekki. Eftir eina leiksýningu þá fer annar leikarinn með konu í burtu, þessi kona átti eiginmann og hann fer að leita hennar. Eiginmaðurinn fer á ber þar sem hinn leikarinn er, eiginmaðurinn fer að spyrja hann spjörunum úr, hann ætlar að drepa leikarann fyrir að segja honum ekki hvar eiginkona hans er. Þá kemur annar krossfarinn inn og hjálpar leikaranum, þar hittast þessar persónur í fyrsta skipti og við getum farið að fylgja þessum persónum saman. Núna þegar þessi litskrúðugi hópur er saman þá fer Antonius að finnast mjög vænt um leikarahjónin og barnið þeirra. Hann verður mjög hræddur um þau þegar Dauðinn minnist á þau þegar þeir halda áfram skák sinni. Eiginmaður konunnar sem stakk af með leikaranum slæst í lið með þessum litskrúðuga hóp og á leið sinni þá hitta þau leikarann og konuna sem hann stakk af með. Þarna er mjög skemmtilegt atriði þar sem konan biður manninn sinn um að drepa leikarann, þá ákveður hann að rugla þau í ríminu og þykist drepa sig sjálfur, síðan felur hann sig upp í tré og heldur að enginn getur fundið sig en það gerir Dauðinn sem byrjar að saga niður tréð. Dauðinn segir honum að núna sé tíminn hans runninn upp og hann drepur hann útaf af fallinu úr trénu, mjög fyndið atriði. Ég ætla ekki að segja meira frá myndinni því það verðiði að sjá sjálf.

Myndatakan í myndinni er mjög vel valin að mínu mati, hún nær að grípa mann með sér í myndina. Það er mjög mikið af fallegu umhverfi og það lítur allt mjög vel út, öll sviðsmynd og staðsetningar fyrir senur eru tipp topp í þessari mynd, búningarnir líka fyrir utan búning Dauðans sem mér finnst ekki trúverðugur. Líka mjög flott sjónarhorn í nokkrum atriðum.

Handritið í þessari mynd er alveg fáranlega gott, margar heimspekilegar pælingar og skemmtilega orðuð samtöl. Mér finnst líka söguþráðurinn út myndina mjög skemmtilegur, hvernig allt tvinnast saman og allt svona eiginlega bara smellur í einn góðan söguþráð.


Það er mikið talað í myndinni um Jesú Krist, Guð, Dauðann og margt af því er mjög áhugavert. Það sem mér fannst kannski áhugaverðast var þegar Antonius var að tala við Dauðann í skriftaherberginu og fer að efast um afhverju maður ætti að trúa á Guð þegar hann felur sig uppi á himninum og gerir hluti hálfshugar og hálfkraftaverk sem maður veit ekki einu sinni hvort hann gerði þau sjálfur eða hvort þau voru bara tilviljun. Antonius á líka skemmtilegt samtal við konu sem verið er að fara að brenna útaf plágunni. Hann spyr hana hvort hún hafi séð Djöfulinn, hún spyr afhverju og hann svarar að hann vilji spyrja hann um Guð, hún byrjar að tala um að Djöfullinn sé alltaf með henni og ekkert getur sært hana þar sem hann passar upp á hana, hún er samt hrædd við hana.

Tónlistin í myndinni er frábær, drungaleg tónlist þegar farið er að brenna fólk sem smitað er af plágunni, glaðleg tónlist þegar leikararnir eru með leiksýningu, tónlistin bara passar vel inn allstaðar í myndinni.

Þetta er sænsk mynd og það er fátt skemmtilegra en að hlusta á þessar frábæru manneskjur vera reiðir, það er bara vandræðalegt þar sem sænska er svo upplífgandi og syngjandi tungumál. Maður bara getur ekki tekið Svía alvarlega, en þrátt fyrir það þá mega Svíar eiga það að þessi mynd er mjög góð.

Stjörnugjöf: fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum


Dauðinn og Antonius Block hittast í fyrsta skiptið

Tuesday, September 22, 2009

RIFF - Gaukshreiðrið og Búrma VJ

Búrma VJ

Búrma VJ er heimildamynd eftir leikstjórann Anders Østergaard. Í Búrma er mjög hörð ríkisstjórn sem notar herinn óspart. Herinn gerir rosalega slæma hluti við fólkið í landinu og það er mjög erfitt að komast inn og út úr landinu. Myndin fjallar um hóp fréttahóps sem kallar sig Democratic Voice of Burma, þessi hópur tekur upp og sendir út úr landinu upptökur af því hvernig farið er með fólkið í landinu. DVB lifir í hættulegum heimi útaf því að ef herinn sér að þeir séu að taka upp eitthvað efni þá annaðhvort verða þeir skotnir á staðnum eða sendir í fangelsi, þannig þeir eru að leggja á sig mikla hættu til að koma upplýsingum út úr landinu hvernig ástandið er í þessu hræðilega landi. Myndefnið í myndinni er allt tekið upp á litlar handmyndavélar af DVB. Árið 1988 gerðu stúdentar uppreisn gegn ríkisstjórninni og báðu um betra líf en ríkisstjórnin svaraði þeim með því að drepa 3000 stúdenta. Enginn í landinu hefur þorað að gera neitt síðan af ótta við að vera drepin. En núna byrjar DVB uppreisnina með því að senda út myndefnið af hernum lemja borgarbúa villt og galið. Uppreisnin byrjar ekkert svakalega vel vegna þess að herinn mætir á svæðið og lemur fólkið til óbóta. Ríkisstjórnin setur reglur á, til dæmis að enginn má fara út úr þessu á milli 9 á kvöldin til 5 á morgnana og að fólk megi ekki safnast meira en 5 saman. Þessi mynd er með einhvers konar sögumann sem kallar sig Joshua og er hann í DVB hópnum. Joshua lendir í því að herinn sá hann taka upp með myndavélinni sinni og taka hann til yfirheyrslu, honum er á einhvern undraverðan hátt sleppt, Joshua heldur að það sé vegna þess að herinn ætli að elta hann og uppræta samtökin hans, hann flýr því yfir til Tælands.


Það er nánast búið að berja uppreisnina niður þegar munkarnir í landinu ákveða að taka þátt í mótmælunum. Þeir safnast saman nokkrir tugir munkar og smám saman safnast meira og meira fólk við þeirra uppreisn og núna er ríkisstjórnin hrædd. Herinn þorir ekkert að gera við munkana þar sem trú þeirra segir til um að það megi ekki lemja nokkra manneskju og herinn vill ekki að það fréttist út fyrir landið ef þeir gera eitthvað við munka. En núna verður ríkisstjórnin mjög hrædd vegna þess hversu mikið af fólki munkarnir hafa safnað. Loks ræðst herinn til atlögu gegn munkunum og taka nánast alla munkana í gíslingu og þar með er uppreisnin bæld niður. Við fáum aldrei að vita hvað varð um alla munkana en það finnst samt einn dauður munkur fljótandi í vatni rétt fyrir utan borgina Rangoon, þetta kemst í heimsfréttirnar. Þrátt fyrir að þessi uppreisn hafi verið bæld niður þá ætlar DVB að halda áfram að taka upp herinn lemda landsmenn og síðan senda út úr landi, í þeirri von að einhver lönd komi og aðstoði fólkið í landinu gegn þessari herskæðu ríkisstjórn.


Búrma VJ er mjög átakanleg mynd og maður getur ekki ímyndað sér skelfinguna og hræðsluna sem fólkið í landinu finnur til. Ég fór á þessa mynd í Hafnarhúsinu, salurinn var mjög kaldur og ég fékk einhvern veginn þá tilfinningu að ég væri í fangelsi að horfa á þessa mynd. Mjög óþægileg sæti og það var allt hvítt í salnum, ekki besti bíósalur að mínu mati en það passaði kannski vel inn í myndina að þurfa að líða svona illa á meðan þessi mynd var í gangi. Þrátt fyrir að það sé mjög erfitt fyrir DVB að taka myndefnið upp þá finnst mér myndefnið sem þeir ná bara fáranlega gott og þeim tekst mjög vel að koma til skila hryllingnum sem er í gangi þarna. Eini gallinn sem ég sá við myndina var myndefnið sem var ekki tekið upp á litlu handmyndavélarnar heldur stóru og flottu myndavélirnar af Joshua í Tælandi, það finnst mér of leikið og í rauninni ekkert í takt við það sem er að gerast í myndinni. En annars þá bara mjög góð mynd sem grípur áhorfandann með sér og tilgangurinn í myndinni kemst vel til skila.

Stjörnugjöf: fjórar stjörnur af fimm mögulegum


Trailerinn fyrir Burma VJ.


One Flew Over the Cuckoo's Nest

One Flew Over the Cuckoo's Nest er mynd eftir leikstjórann Milos Forman og kom hún út árið 1975. Myndin snýst um manninn R.P. McMurphy, leikinn af Jack Nicholson, sem er sendur á geðveikrahæli þrátt fyrir að hann lítur hvorki út eins og geðsjúklingur né hagar sér eins og slíkur. Á geðveikrahælinu þarf hann á mæta á svona endurhæfingar fundi þar sem hjúkrunarkonan spyr alla geðsjúku mennina spjörunum út. Þeir verða svolítið reiðir oft þar sem hjúkkan er oftar en ekki algjör tussa, mig langaði allavega oft að ráðast á hana og ég efast ekki um að McMurphy hafi líka oft langað til þess. McMurphy er uppreisnarseggur og honum finnst fátt skemmtilegra en að gera eitthvað sem stjórnvöldunum líkar ekki við eins og að espa alla upp eða fara með hina geðsjúklingana í rútuferð og svo siglingu eftir að hafa laumað sér út úr stofnuninni. Jack Nicholson er nánast fæddur í þetta hlutverk, en manni finnst það kannski um öll hlutverk sem hann tekur sér fyrir hendur. Hinir geðsjúklingarnir á stofnuninni líkar mjög vel við hann, þar sem hann fer sínar eigin leiðir í lífinu og hann er nánast alltaf góður við hann. Hann kann að nýta sér veikleika annarra og galla þeirra. Hann vinnur til dæmis allar sígaretturnar af þeim öllum í fjárhættuspilum. Hann hættir ekki því sem hann tekur sér fyrir hendur. McMurphy finnst vistin á geðsjúkrahælinu ekki svo slæm þangað til hann fréttir af því að hann getur ekki farið af því hvenær sem hann vill. Hann verður líka mjög pirraður út í hina að hafa ekki sagt honum frá þessu því þá hefði hann ekki hagað sér jafn illa. Yfirvöldunum á hælinu líkar ekki vel við hann og hugsa um að senda hann einhvert annað þar sem þeir telja hann ekki vera geðveikan, en hjúkkan vill ekki senda hann í burtu, ég held að það hafi verið útaf því hún vilji kenna honum almennilega lexíu. Nú vill McMurphy komast útaf hælinu og hefur sínar uppreisnarhugmyndir hvernig hann ætli að fara að því að gera það, það sem hann gerir á eftir að valda slæmum afleiðingum sem þið sjáið þegar þið horfið á myndina.


Mér finnst leikstjórnin frábær í þessari mynd og ég sé mjög mikið eftir því að hafa misst af Q&A með honum. Það er allt frábært við þessa mynd, byrjum bara á byrjuninni, myndatökunni. Myndatakan er fáranlega góð, mörg flott close-up skot og líka mjög góð víðskot. Leikararnir eru allir frábærir og ná sínum karakter fáranlega vel, ég fylltist allavega aldrei efasemdaröddum um að þessir menn væru ekki geðveikir. Þeir hafa allir sinn geðkvilla sem hver og einn af þeim nær að fullkomna. Jack Nicholson á samt langbestu frammistöðuna í myndinni að mínu mati. Hann nær þessum uppreisnarkarakter alveg fáranlega vel. Þótt hann geti sjálfum sér kennt fyrir hvað gerist fyrir hann í myndinni þá finnur maður mikla samúð með honum og maður veit einhvern veginn að hann vill ekki neinum þannig séð illt. Mér finnst líka tónlistin mjög góð. Ég get ekki fundið einn einasta galla á þessari mynd, handritið, lýsingin, myndatakan, leikararnir, leikstjórnin og tónlistin alveg tipp topp í þessari mynd. Það sem mér fannst líka koma skemmtilega á óvart var endirinn, ég gat allavega ekki séð hann fyrir og það er alltaf plús þegar myndir eru ekki fyrirsjáanlegar.

Stjörnugjöf: fimm stjörnur af fimm mögulegum (þessi mynd kom alveg til greina þegar ég gerði topplistann minn)



Hérna sjáið þið hversu mikil tussa hjúkrunarkonan er og hversu mikil geðveiki ríkir oft á hælinu.

Friday, September 18, 2009

RIFF - dagur 2

Nacido Sin
Jæja ég ákvað að kíkja á RIFF og fyrsta myndin sem ég sá var mynd sem heitir Born Without. Ég hafði engar væntingar og ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara að sjá.

Born Without eða Nacido Sin er mynd eftir leikstýruna Eva Norvind og kom hún út árið 2007. Þetta er heimildarmynd um mann sem fæddist handalaus og er að reyna að sjá um fjölskylduna sína sem inniheldur konu og 7 börn. Hann fer um bæinn með sitt skemmtilega göngulag og spilar tónlist fyrir þá sem vilja hlusta á og áhorfendur gefa honum smáaur fyrir. Honum tekst óvenju vel að spila tónlist þrátt fyrir gallana sína. Lífið hans er átakanlegt og maður fær oft samúð með þessu grey. Jose Flores, handalausi maðurinn, á ekki alltaf sjö dagana sæla en honum finnst samt að Guð hafi skapað hann svona og svona lifir hann glaður. Hann kvartar aldrei og reynir að gera allt sem hann getur, eins og til dæmis að skrifa e-mail á tölvu með tánum það finnst mér magnað.

Mér fannst myndatakan bara fín, hún sýnir hvernig ástandið er í kringum hann og mér finnst það eiginlega kostur að myndin er ekki widescreen eða í fáranlega góðum gæðum, það passar bara ágætlega vel inn í viðfangsefni myndarinnar. Hljóðvinnslan er kannski ekkert sú allra besta en ég meina hey, þetta er bara low budget mynd og bara fínasta afþreying.

Ef þið haldið að þetta sé hin týpíska heimildamynd þar sem fátt markvert gerist þá skjátlast ykkur hrapalega, því þessi mynd hefur eitt mesta twist kvikmyndasögunnar. Ég ætla ekki að uppljóstra því, því annars er það varla þess virði að sjá þessa mynd (þótt hún sé alveg áhugaverð og allt það). ÞIÐ VERÐIÐ BARA AÐ SJÁ ÞESSA MYND, HÚN KEMUR FÁRANLEGA MIKIÐ Á ÓVART.

Stjörnugjöf:
þrjár stjörnur af fimm mögulegum (fyrir eitt mesta twist í kvikmyndasögunni)

Sunday, September 6, 2009

Reykjavík Whale Watching Massacre

Reykavík Whale Watching Massacre

Reykjavík Whale Watching Massacre er án vefa versta mynd sem ég hef séð á þessu ári, ef ekki til lengri tíma litið. Þetta er mynd sem á (held ég) að vera hryllingsmynd en breytist einhvern veginn yfir í fyndna splattermynd, en ástæðan fyrir því að hún verður fyndin splattermynd er aðallega útaf því að hún er svo léleg. Ef Júlíus Kemp hefði ætlað sér að greina splattermynd, þá hefði hann átt að gera það aðeins augljósara og þá hefði ég fílað þessa mynd, svona eins og Peter Jackson gerði til dæmis í Braindead. En það er alveg augljóst í þessari mynd að Júlíus ætlaði sér að vekja upp spennu og hrylling hjá áhorfendunum sem tókst bara alls ekki. Ef ég ætti að fara að benda á eitthvað eitt sem mér fannst lélegt við þessa mynd, mundi ég benda á svona tuttugu hluti.

Förum bara aðeins yfir þetta, handritið í þessari mynd fannst mér arfaslakt, atburðarásin og allt sem gerist í myndinni finnst mér vera algjört bull. Samtölin er illa skrifuð og eru bara alls ekki raunsæ. Eini hluturinn sem var fínn við handritið er að þetta er svosem ágætis hugmynd en það er örugglega ekki hægt að fara jafn illa með hugmynd. Bara skelfing. Fyrsta sem ég hefði gert til að laga þetta handrit væri að laga samtölin.

Ég skal samt viðurkenna að ég var gráti næst tvisvar sinnum í þessari mynd. Í fyrra skiptið þegar lagið It‘s oh so quiet er sungið í hátalarakerfinu á skipinu á mjög dramatísku momenti, ástæðan fyrir því var ekki vegna þess hversu hjartnæmt þetta atriði var (sem það var hvort sem er ekki) heldur vegna þess hversu illa var farið með lagið hennar Bjarkar og ég elska Björk og mér fannst þessi útgáfa af þessu lagi jaðra við að vera synd. Seinna skiptið sem ég var næstum því farinn að gráta var þegar creditlistinn var í gangi og þá var ákveðið að fara aðeins verr með lagið hennar Bjarkar. Tónlist eftir Björk eða svipaðan tónlistarmann á ekki að vera notuð í svona lélegri mynd, hvað þá tvisvar sinnum. En já svo ég fari ekki að gráta þá ætla ég að hætta að tala um þessa nauðgun á Björk, sem mér persónulega fannst vera mesta hrollvekjan við þessa mynd. Eina sem ég vil bæta við um tónlistina í þessari mynd var að hún var svosem ágæt, en vakti samt ekki nógu miklu spennu fannst mér og síðan fór þessi nauðgun á Björk svo mikið í taugarnar á mér að það reif niður tónlistina í myndinni að mínu mati.


Mér fannst þessi mynd líkjast svoldið Hostel (ekki það að Hostel hafi verið léleg mynd), mér fannst bara vera svipuð pæling í gangi með þessar tvær myndir. Í báðum myndunum eru siðlausir karakterar sem svífast einskis og gera hvað sem þeim dettur í hug við aðrar manneskjur, sama hversu ógeðslegt það er. Munurinn á þessum tveimur myndum er einfaldlega sá að samtölin, umgjörðin og bara allt við Hostel er gert betur, miklu betur. Maður verður hræddur, spenntur, fyllist hryllingi, allt sem maður er að vonast eftir þegar maður horfir á Hostel en þegar maður horfir á RWWM þá fer maður bara að hlæja þegar atriðin sem eiga að vekja þannig tilfinningar hjá manni koma.

Næsta sem ég vil tala um eru leikararnir. Eini leikarinn sem mér fannst svalur og smá trúverðugur í þessari mynd var Helgi Björnsson, hann var samt ekkert æðislegur, hann má samt eiga það að hann reyndi eftir bestu getu að gera eitthvað gott úr þessu ógeðslega handriti. Ég var allavega smá hræddur við hann, alls ekki mikið samt. Hinir leikararnir stóðu sig mjög illa að mínu mati, svarti maðurinn má samt eiga það að hann var fyndinn, ég held samt að markmiðið með honum í þessari mynd hafi frekar verið að vera með einn mann sem átti að vera harður og það var hann alls ekki.


Leikstjórnin fannst mér alls ekki vera góð hjá Júlíus Kemp. Hann hefur ekkert control á leikurum sem eru bara ys og þys út um allt. Ef það væri eitthvað sem ég mundi vilja benda Júlla á væri það að taka upp hrollvekju í birtu er bara skelfileg pæling, það er bara eins og að vera í sólbaði í myrkri, bara passar ekki. Ef hann ætlar að gera aðra mynd (sem ég persónulega vona að hann geri ekki) þá vil ég að hann eyði miklu meira tíma í myndirnar sínar (ég veit samt ekki hversu langan tíma hann eyddi í þessa mynd), þennan aukatíma sem hann mundi eyða í myndina, ætti alfarið í að ákveða allt umhverfið, koma leikurunum í karakter og laga handritið og þá ætti hann vonandi að geta gert góða mynd.


Mér fannst eitt atriði í þessari mynd vera svalt, það var atriðið þegar Helgi Björnsson skýtur skutulinum í bakið á japananum sem er að synda í burtu. Í því atriði var góð myndataka, flott klipping og Helgi Björnsson stóð fyrir sínu á bakvið skutulinn. Þessi mynd hefði verið snilld hefði hún verið tekin upp í dimmu umhverfi og með fullt af svona svölum atriðum.
Ég er kannski svolítið grófur í þessari umsögn minni um þessa mynd, en þetta er nákvæmlega það sem mér finnst um hana, bara skelfileg mynd í alla staði og ég neita að gefa henni aukastjörnu fyrir að vera íslensk.

Stjörnugjöf: hálf stjarna af fimm mögulegum