24
Ég ætla að byrja á að tala um mjög góða þætti sem eru jafnframt mínir uppáhalds. Það eru þættirnir 24 þar sem Jack Bauer (Kiefer Sutherland) er í aðalhlutverki, hans hlutverk er að vernda Bandaríkin fyrir öllum þeim hættum sem kunna að verða og það sem meira er að hann gerir það næstum því upp á sitt eigið einsdæmi. Jack Bauer hefur gengið í gegnum margt, eiginkona hans og dóttur rænt, eiginkona hans drepin af fyrrverandi hjákonu, tekinn af kínverskum yfirvöldum og pyntaður og svona má lengi telja.
Það sem gerir þessi þætti svo góða eru góðir leikarar, flott hljóðblanda og klikkuð myndataka. Ég fíla sérstaklega þegar þú ert að horfa á þessa þætti og það koma upp fjórir gluggar af mismunandi atriðum sem þú færð að velja úr það sem þér finnst skemmtilegast.
FRIENDS
Þættirnir Friends eru oftar en ekki á vinsældarlistum þáttaunnenda en fólk getur horft á þá aftur og aftur. Þessir þættir eru svokallaðir „good feel“ þættir þar sem hægt er að horfa á þá þegar manni leiðist eða þegar maður er veikur og maður hressist allur við, jafnvel þó að það gæti verið í tuttugasta sinn sem maður sér ákveðinn þátt. Þessir þættir eru um sex vini, Rachel, Pheobe, Monica, Ross, Chandler og Joey en þau hittast yfirleitt á kaffihúsinu Central Perk þar sem þau tala um lífið og tilveruna. Öll eru vinirnir jafn mismunandi og þeir eru margir.
Þættirnir eru í hefbundnara lagi en yfirleitt eru þrjár til fjórar myndavélar í hverju atriði. Hljóðvinnsla er einföld þar sem skellt er inn hlátri áhorfanda eftir vild. Lýsingin er einföld þar sem sömu staðirnir eru notaðir aftur og aftur og eru ljósin yfirleitt tilbúin þegar leikarar og myndatökumenn mæta á staðinn. Hantritið er ekkert flókið en það inniheldur góða brandara og skemmtileg umræðuefni. Það er kannski aðalástæða vinsældarinnar sem þættirnir hafa haft í gegnum tíðina.
FLASHFORWARD
Flashforward eru þættir sem eru bara nýbyrjaðir í Bandaríkjunum en hafa slegið í gegn. Það eru 16 þættir komnir út og eru hver öðrum betri. Þættirnir fjalla um þegar allur heimurinn missir meðvitund á nákvæmlega sama tíma, margar milljónir deyja og skilur restina af samfélaginu slegið af ótta, þeir sem misstu meðvitund og lifðu til að segja frá því fengu sýn fram í framtíðina þar sem þau sjá hvar og hvað þau eiga eftir að vera að gera á ákveðnum tímapunkti í framtíðinni. Skipuð er deild lögreglu sem fær þar verkefni að finna út hvað olli þessu og fyrr en varir sjá þau að ekki er allt með felldu þar sem vísindamenn gætu verið á bakvið þetta stórslys.
Flashforward eru einu dýrustu þættir allra tíma. Tæknibrellurnar eru magnaðar og líkjast frekar einhverju sem ætti að vera á hvíta tjaldinu. Myndatakan er mjög góð en fjöldi myndavéla eru við hvert atriði. Vel er unnið úr öllum klippum og eru með því fullkomnara sem þú getur séð í þáttum í dag.
LOST
Þættirnir Lost hafa í gegnum tíðina fengið mjög mismunandi dóma þar sem þeir eru mjög flóknir og ekki hægt að koma inn í þá á neinum tímapunkti heldur verðuru að hafa séð allt frá byrjun til að geta vitað hvað er að gerast hverju sinni. Þættirnir eru um fólk sem hrapar í flugvél á eyju þar sem þau verða strandaglópar. Eftir að hafa beðið í einhvern tíma á eyjunni fatta þau að þeim verður ekki bjargað í bráð og þurfa því að lifa af meðal hættulegra dýra og skrímsla þar sem þau geta verið drepin við hvern andardrátt, en það gerir þessa þætti mjög spennandi. Eftir smá tíma á eyjunni sjá þau að það eru fleiri á eyjunni en það sem kemur í ljós er að fólkið sem á heima á eyjunni vill ekkert með þau hafa heldur vilja frekar koma þeim fyrir kattarnef.
Þættirnir eru mjög vel gerðir þar sem stórt tökulið og stór leikarahópur gera þættina einstaka. Myndatakan er mjög góð, hljóðvinnslan með því sem þú færð og leikarahópurinn mjög góður.
X-FILES
Þættirnir X-Files hófu göngu sína árið 1993 og þeim lauk árið 2002, en það kom ein kvikmynd út árið 2008 sem fékk misjafna dóma. Þættirnir fjalla um ríkislögregluþegnana Mulder og Skully. Þau eru í deild hjá ríkislögreglunni sem heitir X-files og heita þættirnir eftir því. X-files eru mál sem eru óútskýranleg. Fólk sem hefur dáið óskiljanlegum dauða, dýr og skrímsli sem eiga ekki heima á þessari plánetu og svo rúsinan í pylsuendanum geimverurnar sem eru samkvæmt Mulder á hverju horni heimsins. Mulder og Skully fá ekki að vinna sína vinnu í friði enda er ríkisstjórnin á kafi í öllum þessum málum og vilja ekki að þau séu að stinga nefunum í það sem þeir hafa í gegnum tíðina hylmt yfir.
Þættirnir eru af einfaldari kantinum, geimverurnar sem birtast annað slagið eru aukaleikarar í lélegum búningum, yfirleitt eru bara tvær myndavélar í hverju atriði, ein á leikurunum og ein á hættunni sem er fyrir framan þau. En það sem gerir þessa þætti einstaka er tónlistin, góð samvinna leikara og myrkrið sem umvifur þættina og maður gleymir fljótt göllunum í gerð þáttanna!
Fín færsla. 9 stig.
ReplyDeleteMér finnst reyndar hljóðblöndunin í 24 alltaf soldið skrýtin. Það er svo rosalega greinilegt að allir eru með lavalier-hljóðnema, og það er sama hvernig umhverfið er, hvort þeir séu úti á götu, inni á skrifstofu eða í bílastæðakjallara, mér finnst raddirnar alltaf hljóma eins.