Friday, April 16, 2010

Kvikmyndagerð 09-10

Jæja þá er það síðasta bloggið mitt í ár og það fjallar einmitt um kvikmyndagerðina þetta árið. Það sem mér fannst takast hvað best voru þegar leikstjórarnir komu í heimsókn, maður lærði hvað mest á að hlusta á þau tala um það sem þau gerðu í aðdraganda sinnar myndar og hvernig þau hugsuðu hlutina, Siggi þú mátt endilega halda í þetta og jafnvel reyna að hafa þetta oftar og kannski fá líka ólík sjónarmið þótt það sé ekki nein íslensk kvikmynd að koma í bíó af því það er alltaf gaman að heyra fólk tala um það hvernig það gerir hlutina og maður lærir líka ágætlega mikið á því. Það sem mætti fara betur er að gera meira úr blogginu og reyna að peppa upp meiri stemningu í kringum það, eins og með því að hafa frekar einu sinni á viku þar sem hver og einn á að skila inn bloggi um eitthvað ákveðið eða jafnvel bara á tveggja vikna fresti, þá held ég að allir mundu blogga mikið.

Mér fannst hvað skemmtilegast að gera myndirnar, og þá aðallega maraþon myndina og lokaverkefnið. Heimildamyndin var mikil vinna en það verkefni kenndi mér samt mikið á klippiforritið sem var alveg skemmtilegt líka, ekki jafn skemmtilegt að taka það upp samt.

Ég held að ég hafi lært mest af því að skrifa handrit og pæla aðeins í því hvernig þau eru almennt gerð og ég vona að það muni nýtast mér í framtíðinni, þessar ákveðnu pælingar varðandi hvað þarf að koma fram og þess háttar.

Ég held að það mætti breyta handritatímabilinu með því að fá íslenska handritshöfunda til að tala í tímum og segja okkur hvað þau gera og hvernig þau hugsa þegar þeir eru að skrifa handritin sín.

Ég held að það besta sem hægt væri að bæta við væru sófar í hátíðarsalinn, en ég held að það sé ómögulegt.

Þetta námskeið skilaði eiginlega öllu því sem ég sóttist eftir, ég sé samt einna mest eftir því að hafa ekki drullað mér á lappir á morgnana til að ná mörgum tímum, en það er ekkert við námskeiðið að saka í þeim efnum.

Varðandi pælingarnar þínar við námskeiðið þá held ég að það væri best að láta alla hópana skila inn handritum fyrir sínar myndir áður en þeir fara í tökur og helst gera það fyrr en gert var í ár. En ég held að með því að bæta inn einni stuttmynd við þetta námskeið þá sé þetta eiginlega alltof mikil vinna, þannig getur alveg reynt að troða inn einhverri annarri stuttmynd á næsta ári en það er alveg mikið að gera hjá öllum sérstaklega á vorönninni við undirbúning fyrir stúdentsprófin, en það væri mögulega hægt að gera einhvers konar örmynd á haustönn, þá í október eða eitthvað.

Ég persónulega hefði verið meira til í skilin á lokaverkefninu hefði verið fyrir páska eða fyrsta tíma eftir páska því þá hefðu margir hópar getað tekið sínar myndir upp í páskafríinu, þar sem það hefur óneitanlega mestan tímann.

Varðandi röðunina á námsefninu þá mættiru blanda þessu meira saman, hafa kvikmyndasöguna meðfram og gera þetta svoldið markvisst fyrir söguna, til dæmis fjalla um kvikmyndasöguna frá einhverjum tíma og svo sýna mynd frá þeim tíma og taka líka smá brot af klippingu og handritsgerð með því. Þa mundu nemendur tengja sig betur við myndirnar sem við erum að horfa á í tímum. Með þessu er líka skemmtilegt þegar fyrri fyrirlestrarnir koma að þá veistu hvað er í gangi í kvikmyndasögunni. Bara pæling, gæti alveg orðið smá chaos.

Ég held að stigakerfið þitt færi í eitthvað mega fuck að þurfa að fylgjast með öllum commentum við hvert blogg, af því ég gæti alveg tekið upp á því að commenta á eitthvað blogg núna sem var skrifað fyrir áramót. Þú mættir samt hafa svona vikufrest við hvert blogg til þess að gera comment við eitthvað blogg og hafa það þá svona aukaplús fyrir virka nemendur. Með þessu þá væri fólk að kíkja á bloggin, commenta og líka að fylgjast með bloggunum í hverri viku í von um að fá einhvern aukaplús. Þetta hefði til dæmis verið sniðugt fyrir mig sem aukaplús sem mundi hjálpa mætingareinkunni minni ;)

En allavega þá var þetta námskeið mjög skemmtilegt og gagnlegt og ég hlakka mikið til prófsins í fyrramálið. Ég held að þetta muni skilja eftir fínan grunn hjá mér, þar sem ég ætla nú í kvikmyndagerðarnám eftir MR.

1 comment:

  1. Fínar athugasemdir. Ég vona svo sannarlega að þetta hjálpi þér, og líst vel á þig að ætla í kvikmyndagerðarnám.

    10 stig.

    ReplyDelete