Friday, April 16, 2010

Star Wars

Myndir sem ég elska eru Star Wars myndirnar og þá er ég að tala um gömlu GÓÐU Star Wars myndirnar. George Lucas bjó til Star Wars heiminn og á hann mikið skilið fyrir það, en hann á einnig stóran þátt í því að reyna að eyðileggja gömlu Star Wars myndirnar með því að búa til Episode I, II og III, sem eru hrein skelfing. En allavega í þessu bloggi þá ætla ég að fjalla stuttlega um gömlu myndirnar, Episode IV, V og VI.


Star Wars IV: A New Hope. (1977)
Í þessari fyrstu Star Wars mynd þá skrifaði Lucas handritið og leikstýrði henni líka. Hún fjallar um þegar Luke Skywalker tekur fyrstu skref sín í stærri heim og reynir að verða Jedi. Hann býr á plánetunni Tatooine ásamt frænda sínum og frænku. Einn daginn þá kaupa þau vélmenninn C3PO og R2-D2, R2-D2 spilar skilaboð þetta kvöld um að prinsessa að nafni Leia þurfi aðstoð og eru þau skilaboð ætluð Ben Kenobi. Stuttu eftir það þá fer R2-D2 frá býlinu í leit sinni að Ben Kenobi og endar á því að finna hann, en hann kallast Obi-Wan Kenobi. Obi-Wan byrjar að kenna Luke á "the force" smám saman og síðar fara þeir og hitta fyrir uppreisnarhóp sem hefur það markmið að berjast gegn the Empire sem er undir handleiðslu Darth Vader.. Falið í vélmenninu R2-D2 er bygging Death star og myndin heldur síðan áfram að byggja upp spennu þangað til þessi tvö öfl mætast.

Að mínu mati er þetta besta Star Wars myndin og aðalástæðan fyrir því er skemmtilegt og gott handrit. Má líka benda á það að Han Solo sem er leikinn af Harrison Ford er einn skemmtilegasti karakter kvikmyndasögunnar að mínu mati.


Star Wars V: The Empire Strikes Back (1980)
Núna er uppreisnarhópurinn búinn að koma sér fyrir á Hoth en brátt kemst the Empire að því hvar þau eru að halda sig og fara þangað með massíft lið með þeirri von að þagga niður í þeim eitt skipti fyrir öll. Það mistekst og nú fer aðalsöguhetjan okkar, Luke, í kennslu til Jedi meistarans Yoda sem ætlar að kenna honum á "the force". Á meðan þá halda Leia, Han Solo og C3PO af stað í Millenium Falcon. Baráttan heldur áfram og við fylgjumst með stríðinu á milli uppreisnarhópsins og the Empire. Luke er að læra að nota kraftinn og mætir að lokum Darth Vader og missir höndina. Barátta þessara tveggja afla er samt langt því frá lokið og manni langar að sjá meira.

Þessi mynd er leikstýrð af Irvin Kershner. Hún hittir beint í mark og er bráðskemmtileg eins og fyrsta Star Wars myndin.


Star Wars VI: The Return of the Jedi (1983)
Han Solo er kominn í hendurnar á Jabba the Hutt og reyna Luke, vélmennin og Leia að bjarga honum úr þessar prísund. Á meðan þá er the Empire að byggja nýtt Death Star, enda endaði hitt frekar illa. Þetta nýja Death Star á að vera miklu öflugra en það fyrra og það á ekkert að geta náð á því höggi. Við fylgjumst síðan með þegar títtnefndi uppreisnarhópurinn ætlar sér að eyðileggja the Empire, sem gengur vægast sagt brösulega fyrir sig. Í þessari mynd þá kynnumst við almennilega meistara Darth Vader sem er The Emperor. Hann er illur maður en hann ásamt Darth Vader ætla sér að reyna að snúa Luke til myrku hliðar the force. Við fylgjumst með Luke berjast við örlög sín og maður veit ekki hvoru megin hann endar við þau.

Þessi mynd er leikstýrð af Richard Marquand. Hún hittir einnig beint í mark og mér fannst hvað skemmtilegast við þessa mynd litlu krúttlega dýrin sem hjálpa uppreisnarhópnum í skóginum.

Heilt á litið er Star Wars Episode IV, V og VI algjör meistarastykki sem enginn má láta fram hjá sér fara.

1 comment: